Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 12:45

Evróputúrinn: Stephen Gallacher sigraði í Omega Dubai Desert Classic

Það var Skotinn  Stephen Gallacher sem sigraði í Omega Dubai Desert Classic nú rétt í þessu.

Það voru hann og Richard Sterne frá Suður-Afríku sem voru í lokahollinu. Gallacher hafði yfirhöndina nær allan hringinn en á köflum voru þeir jafnir.

Gallacher spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (63 70 62 71). Á hringnum fékk hann m.a. glæsiörn á 16. braut sem þýðir að hann fékk a.m.k. 1 örn á hverjum hinna 4 hringja á mótinu.  Auk arnarins fékk Gallacher 2 fugla, 12 pör og 3 skolla.

Stephen Gallacher er 38 ára; fæddur sama dag og annar golfsnillingur, golfgoðsögnin Gary Player, 1. nóvember 1974  og er nákvæmlega helmingi yngri en Player.  Gary Player var mikið átrúnaðargoð Gallacher á yngri árum.  Þetta er 3. sigur Gallacher sem atvinnumanns í golfi og 2. sigur hans á Evróputúrnum, en fyrsta sigurinn vann Gallacher 10. október 2004 þ.e. Dunhill Links Championship, en þar vann hann Graeme McDowell í umspili.

Gallacher var að vonum mjög ánægður eftir hringinn. Það er afmæli kylfusveinsins hans í dag og þeir ætla að halda upp á það saman. Aðspurður um hvernig stæði á örnunum hans 5 í mótinu sagði hann að það væri einmitt einhverjir svona töfrar sem þyrfti til að vinna mót í dag, skorin væru það lág.

Með sigrinum á Gallacher tækifæri á að spila á the Masters spili hann sæmilega næstu 3 vikur, en með sigrinum er hann þegar kominn á topp-60 á heimslistanum og þarf aðeins að lækka sig um 10 sæti í viðbót. Hann hefir aldrei spilað í The Masters, en sagði að sonur sinn yrði sérlega ánægður yrði af þessu.

Sterne lauk leik 3 höggum á eftir Gallacher á samtals  19 undir pari 269 höggum (62 70 66 71) – hann virtist pirraður á hringnum og var farinn að spyrja kylfusveininn sinn að því hvenær þeir flygu heim daginn eftir…. auðvitað bara sagt til þess að taka hugann úr þeim aðstæðunum sem hann var í – til þess að halda sér slökum og einbeittum – hjálpar stundum að tala um eitthvað allt annað, en það sem maður er að fást við!

Þriðja sætinu deildu Daninn Thorbjörn Olesen og Felipe Aguilar frá Chile; báðir á samtals 17 undir pari, 271 höggi Olesen (67 66 67 71) og Aguilar (68 68 66 69).

Fimmta sætinu deidu Lee Westwood og Marcus Fraser á samtals 16 undir pari.  Robert Rock, Ricardo Santos og Steve Webster deildu síðan 7. sætinu.

Til þess að sjá úrslitin á Omega Dubai Desert Classic 2013 SMELLIÐ HÉR: