Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 04:30

PGA: Phil Mickelson sigraði á Phoenix Open – hápunktar og högg 4. dags

Það var Phil Mickelson sem stóð uppi sem sigurvegari á Waste Management Phoenix Open mótinu … og kemur fáuum á óvart enda var hann búinn að leiða ALLT mótið…. allt frá því hann spilaði 1. hring á 60 höggum.

Samtals spilaði Phil á 28 undir pari, 256 höggum (60 65 64 67) og átti 4 högg á þann sem næstur kom, Brandt Snedeker.

Að sigrinum loknum sagði Phil m.a.: „Þetta var mikilvægur sigur fyrir mig því það er orðið svolítið síðan að ég hef unnið og svolítið síðan að ég hef verið í þeirri stöðu að vera með sigurinn innan seilingar.  Ég var svo sannarlega stressaður fyrir lokahringinn.“

Scott Piercy varð í 3. sæti á samtals 23 undir pari og Ryan Moore varð í 4. sæti á samtals 22 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Waste Management Phoenix Open SMELLIÐ HÉR: