Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi í 8. sæti eftir fyrri dag á St. Leo Invitational í Flórída
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og Belmont Abbey tekur um þessar mundir þátt í St. Leo Invitational háskólamótinu í Flórída, sama háskóla og Ragna Björk, klúbbmeistari GKG 2012 stundar nám í. Eftir fyrri dag er Arnór Ingi í 8. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum keppendum. Hann spilaði fyrstu 2 hringina á samtals 149 höggum (76 73). Belmont Abbey, lið Arnórs Inga er í 2. sæti í mótinu og telur skor Arnórs Inga, sem er 2.-3. besta skor liðsins. Þriðji og lokahringurinn er þegar hafinn og verður Golf 1 með úrslitafrétt um leið og þau ligga fyrir. Sjá má stöðuna eftir fyrri dag St. Leo Invitational með því að SMELLA Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 9. sæti eftir fyrri dag á sterku móti í Texas
Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State er þessa dagana 4.-5. febrúar að spila á sterku móti í bandaríska háskólagolfinu, Rice Intercollegiate. Spilað er í Westwood Golf Club í Houston Texas. Tveir fyrstu hringir mótsins voru leiknir í gær og var Andri Þór T-9 eftir þá, þ.e. deildi 9. sætinu ásamt öðrum kylfingum, sem er glæsilegt en þátttakendur í mótinu eru 81. Eftir fyrstu 2 hringina er Andri Þór á 1 yfir pari, 145 höggum (70 75). Fylgjast má með stöðunni og gengi Andra Þórs, en 3. og lokahringurinn er þegar hafinn, með því að SMELLA HÉR:
PGA: 10 mestu heppnishöggin – Myndskeið
Já, golfið er svo miklu meira en bara tæknin og andlega hliðin. Það sem skiptir oft sköpum um hvort mótin vinnast eða ekki er heppnin og hvort hlutirnir falla með viðkomandi kylfingi þann daginn. Þeir á PGA Tour hafa tekið saman 10 mestu heppnishöggin að þeirra mati. Sjá má myndskeiðið með 10 mestu heppnishöggunum með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Pétursdóttir – 5. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Rún Pétursdóttir, GR. Rún er fædd. 5. febrúar 1995 og er því 18 ára í dag. Rún hefir spilað á Arionbankamótaröð unglinga s.l. sumur, 2011 og 2012. Rún er Íslandsmeistari í höggleik 2011, í flokki 15-16 ára. Eins var Rún var í kvennasveit GR sem varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ 2011 og tók í kjölfarið þátt í European Ladies Club Trophy, sem fram fór á eyjunni Corfu á Grikklandi, haust 2011. Sumarið 2012 vann Rún m.a. í flokki 17-18 ára í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar á Þverárvelli. Komast má á facebook síðu Rúnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Rún Pétursdóttir (Innilega til Lesa meira
Evróputúrinn: Sterne kallaði Gallacher „grísara“ og grínaðist í honum allan lokahring Omega Dubai Desert Classic
Skotinn Stephen Gallacher hefir verið að vinna hörðum höndum í að breyta leikjadagskrá sinni eftir frábæran sigur á Omega Dubai Desert Classic s.l. helgi. Aðal samkepnnisaðili hans í Dubai og vinur á Evróputúrnum Richard Sterne kallaði Gallacher „grísara“ (ens.: jammy bastard) eftir að Gallacher setti niður 115 yarda (105 metra) fleygjárnshögg úr karganum á 16. braut Emirates golfklúbbsins í Dubai, fyrir erni, sem eiginlega innsiglaði sigur hans. Gallacher hafði ætlað sér að ferðast til Suður-Afríku til að taka þátt í Joburg Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni og Sterne var búinn að bjóða Gallacher að gista í glæsivillu sinni í Pretoríu. Sterne grínaðist við Gallacher allan lokahringinn og í hvert Lesa meira
Rolex-heimslisti kvenna: Karrie Webb fer upp um 5. sæti
Staða efstu kvenkylfinga á Rolex-heimslista kvenna er eftirfarandi: 1 — Yani Tseng TPE 49 9.80 480.36 2 — Na Yeon Choi KOR 55 8.60 473.06 3 — Stacy Lewis USA 52 8.00 415.93 4 — Inbee Park KOR 65 7.62 495.32 5 — Shanshan Feng CHN 60 6.85 411.11 6 — Suzann Pettersen NOR 47 6.59 309.71 7 — So Yeon Ryu KOR 50 6.47 323.35 8 — Jiyai Shin KOR 52 6.19 321.70 9 — Ai Miyazato JPN 49 6.13 300.37 10 — Mika Miyazato JPN 50 5.45 272.55 Í töflunni hér fyrir ofan sést það illa en Yani Tseng frá Taíwan er efst með 9,80 stig og Lesa meira
Heimslistinn: Phil Mickelson kominn í 10. sætið
Við sigurinn á Waste Management Phoenix Open s.l. helgi fer Phil Mickelson úr 22. sæti í 10. sæti heimslistans nú í þessari viku og er því á nýjan leik kominn meðal heimsins bestu 10 kylfinga. Brandt Snedeker sem varð í 2. sæti á mótinu fer úr 7. sæti heimslistans í það 6. og er það, það hæsta sem hann hefir komist á heimslistanum. Við þetta færist Adam Scott úr 6. sætinu í það 7. Staða efstu manna á heimslistanum er að öðru leyti óbreytt: 1. sæti Rory McIlroy (12.23 stig); 2. sæti Tiger Woods (9.15 stig); 3. sæti Luke Donald (7.76 stig); 4. sæti Justin Rose (6,53 stig); 5. sæti Lesa meira
Sigurpáll kennari ársins, Hlynur Geir kylfingur ársins og Ólafur PGA meistari
Á aðalfundi PGA á Íslandi sem haldinn var síðastliðinn laugardag kynnti matsnefnd PGA val sitt á kennara ársins 2012 og kylfing ársins 2012. Sigurpáll Geir Sveinsson var valinn kennari ársins en við matið var stuðst við árangur í starfi þ.e. þeir titlar sem nemendur viðkomandi unnu til á árinu ásamt vinnu við uppbyggingu og útbreiðslustarfi á barna-, unglinga- og almenningsstarfi. Þá þarf viðkomandi að sýna fagleg vinnubrögð í anda PGA og vinna í þágu PGA og GSÍ. Hlynur Geir Hjartarson var valinn kylfingur ársins en hann hefur sýnt mikla seiglu í gegnum árin og náð frábærum árangri hér heima og með landsliðinu. Í sumar útskrifaðist hann sem PGA kennari og Lesa meira
Ólafía Þórunn og Jar of Hearts
Ólafíu Þórunni Kristinsdótttur, GR og Wake Forest er margt til lista lagt. Ekki aðeins varð hún klúbbmeistari GR, Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni 2011 og sigraði m.a. á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar í fyrrasumar, 2012, í Leirunni, nýkomin að utan og er ein af okkar albestu kvenkylfingum, heldur getur hún líka sungið og spilað á gítar s.s. sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Þar tekur hún Christinu Perri lagið Jar of Hearts. Myndskeiðið var sett á You Tube í gær. Næsta mót Ólafíu Þórunnar í bandaríska háskólagolfinu með Wake Forest er eftir nákvæmlega viku, þ.e. Northrop Grumman Regional Challenge mótið í Palos Verdes, Kaliforníu. Til þess að sjá Ólafíu Þórunni flytja lagið Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jósefína Benediktsdóttir – 4. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jósefína Benediktsdóttir. Jósefína fæddist 4. febrúar 1958 og á því 55 ára stórafmæli í dag. Jósefína er í Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS) og varð m.a. ásamt eiginmanni sínum Þorsteini Jóhannssyni, klúbbmeistari GKS 2011. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Jósefína Benediktsdóttir (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Helmut Stolzenwald (f. 4. febrúar 1901 – d. 5. febrúar 1958) Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun GHR árið 1952 og forystumaður í klúbbnum fyrstu árin. Helmút fæddist í Þýskalandi en fluttist til Íslands 1924 og settist þá að í Lesa meira








