James Hahn
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 04:00

PGA: James Hahn fagnar í Gangnam Style

Það átti ýmislegt skrítið átt sér stað á 16. holu TPC Scottsdale golfvallarins, þar sem Waste Management Phoenix Open fór fram um helgina.

Eitt af því var kapphlaup kylfusveina, sem Golf 1 greindi frá í gær.

Svo var það bandaríski kylfingurinn James Hahn.  Hann fagnaði fínum fugli sem hann fékk á lokahring mótsins að hætti PSY og tók einn Gangnam style.

Hahn lauk keppni á Phoenix Open í 16. sæti sem hann deildi með 7 öðrum kylfingum, en allir spiluðu á samtals 14 undir pari, 270 höggum Hahn (71 67 70 62). Hahn átti m.a. glæsilegan lokahring upp á 62 högg, þar sem hann fékk örn, 7 fugla og 10 pör þ.e. skilaði „hreinu skorkorti.“

Sjá má myndskeið af Gangnam Hahn með því að SMELLA HÉR: