Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 17:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia flippar út í sandglompu í Dubai

Það á ekki af aumingja Sergio Garcia að ganga.

Í Omega Dubai Desert Classic mótinu, sem lauk í dag spilaði hann og kláraði þrátt fyrir axlarmeiðsl… og ekki bara það – hann lauk keppni með stæl…. í 17. sæti á skori upp á 11 undir pari, 271 höggi (68 67 71 71).  Glæsilega af sér vikið miðað við að spila meiddur!  Hann deildi reyndar 17. sætinu með 8 öðrum kylfingum m.a. með landa sínum og fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu 2012, José Maria Olázabal.

Garcia er skapstór maður og ber taugkerfið næstum utan á sér svo áþreifanlegt er þegar eitthvað gengur ekki upp hjá honum….

Og svo var einmitt rauninn á 3. hring Omega Dubai Desert Classic – þar sem ein sandglompan fær að finna fyrir reiði Spánverjans en þar barði hann margsinnis með kylfunni sinni í glompubakkann, þegar eitthvað fór ekki eftir áætlun hjá honum, þ.e. boltinn fór ekki upp úr glompunni. Hver þekkir ekki þá vanmáttar og reiðitilfinningu að koma boltanum ekki upp úr glompu?

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Garcia flippar út en hann hefir m.a. gerst sekur um kylfukast og fleiri geðluðrur á golfvellinum þökk sé suðrænu skapi hans.

Sjá má myndskeið af atvikinu í Dubai með því að SMELLA HÉR:

Obossí, rangt myndskeið hér að ofan þetta var þegar Sergio Garcia flippaði út á móti í ágúst 2010.

Hér er rétta myndskeiðið af flippi Sergio Garcia í Dubai. Til að sjá það SMELLIÐ HÉR: