Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2013 | 10:45

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (4. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 1 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt:

3. Ekkert endilega hugsa um að pútta beint

Þegar Tiger Woods stóð frammi fyrir 12 feta púttinu (u.þ.b. 4 metra púttinu) á 72. holu á Torrey Pines til þess að komast í umspil á Opna bandaríska 2008, þá kallaði hann á kylfusvein sinn, Steve Williams, til þess að hjálpa sér við að lesa púttið. Stockton veðjar á að Tiger sá að brotið lá til vinstri en það hefir eflaust pirrað hann að púttið gæti verið þráðbeint.  Ef það er eitthvað sem góðum púttara er illa við þá eru það algerlega bein pútt. Ástæðan er sú að ef púttið hefst beint, þá er bara svigrúm upp á 1/2 bolla villu til beggja hliða. Tiger varð að fá staðfestingu Steve á að púttið myndi brotna til vinstri því hann myndi vera heilt bollaþvermál frá því að setja boltann niður ef hann myndi senda boltann af stað til hægri. Púttið brotnaði þó nokkra cm til vinstri og Tiger setti það á hægri holubarm.

Ef púttið lítur út fyrir að vera beint, lesið púttlínuna aftur. Skoðið svæðið í kringum holuna. Munið að rúll boltans er orðið mun hægar þegar hann er kominn innan 2 feta (u.þ.b 60 cm) frá holu, þannig að jafnvel minnsti halli fær boltann til að sveigja af leið.

Reynið a.m.k. að ákveða frá hvorri hliðinni þið ætlið boltanum að detta í holuna.