Richard Bland
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2013 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Richard Bland – 3. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er enski kylfingurinn Richard Bland. Bland er fæddur 3. febrúar 1973 í Burton upon Trent í Englandi og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Hann spilar á Evrópumótaröðinni og hefir verið atvinnumaður frá árinu 1996 eða í 17 ár.  Á þeim tíma hefir honum aðeins 1 sinni tekist að sigra en það var á Áskorendamótaröðinni þ.e Challenge Tour Grand Final 4. nóvember 2001.  Richard kvæntist Caroline sinni 2005.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Mann, 3. febrúar 1941 (72 ára); Retief Goosen, 3. febrúar 1969 (44 ára);  Tyler Heath Slocum 3. febrúar 1974 (39 ára) ….. og …..

Lotfi Elarabi (47 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is