Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alastair Kent – 6. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  enski kylfingurinn Alastair Kent. Alastair er fæddur í Saddleworth í Englandi 6. febrúar 1970 og á því 43 ára afmæli í dag (Innilega til hamingju!!!) Alastair býr á Íslandi og er félagi í GR og þar að auki Elítunni, 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga innan GR sem hafa að markmiði að spila golf og hafa gaman. Golf 1 tók nýlega viðtal við Alastair, sem sjá má með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   James Braid,  (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950);  Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (34 ára); spilar í LPGA; Chris Lloyd, 6. febrúar 1992 (21 árs) Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 11:30

GK: Þórdís Geirs efst eftir 3 púttmót Keiliskvenna

Frá kvennanefnd Keilis barst eftirfarandi fréttatilkynning: „Það var fín mæting á síðasta miðvikudag 43 konur og spilaðir 2 hringir. Besta skorið áttu Þórdís og Rannveig Hjaltad 30 högg, síðan voru Anna Snædís, Jóhanna Sveins, Dagbjört og Kolbrún á 32 höggum. Eftir 3 mót eru þessar efstar í samanlögðu skori: Þórdís Geirsdóttir       90 pútt Helga Jóhannsdóttir 93 pútt Anna Snædís               94 pútt Rannveig Hjaltad.      95 pútt Valgerður Bjarnad.     96 pútt Kristín Fjóla                  98 pútt Ragnheiður Ríkharðs 99 pútt Lovísa Hermannsd.     99 pútt Silja Rún       Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 11:00

ALPG & LET: Lydia Ko vel undirbúin fyrir Opna nýja-sjálenska

Nú á föstudaginn, 8. febrúar 2013, hefst í Christchurch í Nýja-Sjálandi  ISPS Handa NZ Women’s Open, en mótið er samstarf Evrópumótaraðar kvenna og ástralska LPGA og mót vikunnar á þeim mótaröðum. Áhugamaður nr. 1 í heiminum, Lydia Ko hefir verið í Clearwater golfklúbbnum við æfingar í yfir viku. Þetta 15 ára undrabarn frá Gulf Harbour Country klúbbnum  í Nýja-Sjálandi var boðin þátttaka í  Volvik RACV Ladies Masters mótinu í s.l. viku, þar sem Karrie Webb vann 8. titil sinn í mótinu, en Ko hafnaði til þess að hafa meiri tíma til að æfa fyrir mótið á heimaslóðum sínum, Nýja-Sjálandi. Ko hefir verið að spila Clearwater völlinn sem hannaður er af John Darby Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 09:30

Mynd af Rory á háhýsi í San Diego

Nýi  styrktaraðili Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, NIKE íþróttavörurisinn hefir svo sannarlega ætlað að tryggja að Rory félli ekki í gleymskunnar dá,  en hann er nú við æfingar í Monaco eins og Golf 1 greindi frá, sjá með því að SMELLA HÉR: Rory er að venjast nýju Nike kylfunum sínum og hefir vakið athygli í hversu fáum mótum hann hann hefir tekið þátt nú í byrjun árs en hann var ekki með í Farmers Insurance mótinu, Omega Dubai Desert Classic mótinu, Farmers Insurance mótinu eða í Qatar Master og hann er ekki heldur með í mótum vikunnar á PGA og Evrópumótaröðinni Pebble Beach og Joburg Open. En til að vekja Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og „The Bucs“ luku leik í 6. sæti á Sea Best Invitational

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og lið East Tennessee State háskóla „the Bucs“ spiluðu á Sea Best Invitational mótinu en það fór fram 4.-5. febrúar og lauk því í gær.  Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólum. Guðmundur Ágúst spilaði hringina 3 á samtals 251 höggi (91 73 87). „The Bucs“ urðu í 6. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu. Næsta mót Guðmundar Ágústs er Puerto Rico Classic, sem fram fer 17.-19. febrúar n.k. Til þess að sjá úrslitin á Sea Best Invitational SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 07:30

PGA: Leikhraði tekinn til skoðunar

Tiger Woods kvartaði undan of hægum leikhraða á Farmers Insurance Open og sagði það hafa haft áhrif á leik sinn til hins verra.  Búið var að fresta mótinu vegna þoku til mánudagsins en þá voru leiknar 11 holur. Þessar 11 holur voru spilaðar á yfir 3 klst og var Tiger óánægður með að m.a. 3 af þessum 11 holunum hefðu verið par-3 holur, þar sem leikhraðinn hefði átt að vera meiri. Á seinni 9 fékk Tiger m.a. skramba og 2 skolla og kenndi því um að leikhraðinn hefði farið í taugarnar á sér.  Lokahringurinn varð þar með eini hringur hans á mótinu sem hann spilaði yfir 70 eða sléttu pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi lauk keppni í 13. sæti í Flórída

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og „The Crusaders“, lið Belmont Abbey háskólans gerðu góða ferð til Flórída á St. Leon Invitational mótið. Arnór Ingi lauk keppni í gær á samtals 230 höggum (76 73 81).  Hann varð í 13. sæti í mótinu sem hann deildi með 2 öðrum og á 3. besta skori „The Crusaders.“ Lið Arnórs Inga varð í 2. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Arnórs Inga er Pirate Invitational í Pooler, Georgíu þ. 25.-26. febrúar n.k. Til þess að sjá úrslitin í St. Leo Invitational SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 06:50

Tengsl Phil Mickelson við Pebble Beach ná allt aftur til afa hans

Mót vikunnar að þessu sinni á PGA Tour er AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Phil Mickelson á sterkari tengingu við Pebble Beach en bara þá að hafa sigrað þar 4 sinnum. Það er silfurdalur afa hans sem hann geymir í vasa sínum. Afi Phil, Al Santos, ólst nefnilega upp á Monterey skaganum og varð að hætta í skóla í 4. bekk til þess að fara að vinna. Hann var kylfusveinn í Del Monte golfklúbbnum og var meðal fyrstu kylfusveina sem vann á nýja golfvellinum, sem opnaði dyr sínar fyrir almenningi 1919 og hét Pebble Beach. „Hann var alltaf fátækur og það voru dagar sem hann átti ekkert að borða,“ sagði Mickelson. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2013 | 19:40

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni á Rice Intercollegiate í 14. sæti

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State lauk keppni nú rétt í þessu á Rice Intercollegiate, sem fram hefir farið í Westwood Golf Club í Houston Texas. Andri Þór spilaði á samtals 2 yfir pari 218 höggum (70 75 73).  Hann hafnaði í 14. sæti sem hann deildi með 3 öðrum kylfingum. Þátttakendur voru 81. Nicholls State, lið Andra Þórs varð í 12. sæti í liðakeppninni og var skor Andar Þórs besta skor liðsins. Næsta mót Andra Þórs og „The Colonels“ er Carter Plantation Intercollegiate í  Springfield, Louisiana, þ. 18. mars n.k. Til þess að sjá úrslitin í Rice Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2013 | 19:15

Lindsey Vonn vinkona Tiger slasast við keppni á skíðum

Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn sem talin er eiga í sambandi við nr. 2 á heimslistanum í golfi, Tiger Woods, slasaðist illilega á hægri hné þegar hún féll í keppni í the World Alpine Skiing Championships í Schladming í Austurríki. Flytja þurfti Vonn á spítala í þyrlu á nærliggjandi spítala og við skoðun kom í ljós að krossband var slitið. Hún verður frá keppni það sem eftir er árs og óvíst hvort hún snúi aftur til keppni, en hún er búin að gangast undir fjölda uppskurða, auk þess sem hún er búin að vinna flest sem hægt er innan skíðaíþróttarinnar.  Talið er að slæmt skyggni hafi átt þátt í slysinu. „Það Lesa meira