Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 13:30

Golfútbúnaður: Nýju Scotty Cameron Select GoLo 5 pútterarnir

„Með því að vinna með bestu kylfingum heims hef ég fengið ótrúlega endurgjöf upplýsinga.“ Þetta er orð hins fræga púttera hönnuðar, Scotty Cameron. Hann hefir notfært sér upplýsingarnar við hönnun á nýju Scotty Cameron Select GoLo 5 pútterunum. Upprunalegi GoLo pútterinn kom á markað sl. sumar með dökka yfirbragði sínu, mallet laginu og stillanlegu þyngdarkerfi. Nú í ár hafa Scotty Cameron og teymi hans þróað nýja púttera og nú eru á markaðnum tvær gerðir GoLo 5 og GoLo S5 pútterar. Þessar gerðir púttera hafa verið þróaðar á grundvelli rannsókna og skv. upplýsingum þeirra kylfinga sem eru á samningi hjá Titleist. Lykilmunurinn  á upprunalega GoLo pútternum og þeim nýja er stærð púttershöfuðsins. Nýi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alda Demusdóttir – 7. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Alda Demusdóttir. Alda er fædd 7. febrúar 1948. Komast má á facebook síðu afmælisbarnsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Alda Demusdóttir (65 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jeppe Huldahl, 7. febrúar 1982 (31 árs) ….. og …..   Bjarni Kristjánsson (33 ára)   Ólafur Hjörtur Ólafsson (34 ára)   Geir Kristinn Aðalsteinsson (38 ára)   Júlíana Guðmundsdóttir (43 ára)   Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 11:30

GSG: Golfmót í Sandgerði á laugardag

Á  laugardaginn 9. febrúar n.k. fer fram golfmót á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Leikfyrirkomulag er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Veitt verða 1 verðlaun fyrir höggleikinn og fyrir 3 efstu sætin í punktakeppninni. Jafnframt eru veitt nándarverðlaun á 2. braut. Þátttökugjald er kr. 2.500,- og innifalin er súpa og brauð. Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa mótið yfir á sunnudag ef ekkier hægt að spila vegna veðurs. Skráning fer fram á Golf1.is og má komast þar inn með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 08:40

GB: Bjarki Pétursson er íþróttamaður Borgarfjarðar – 3. árið í röð!

Bjarki Pétursson, GB,  var valinn íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2012 á Íþróttahátíð UMSB, sem fram fór í Íþrótamiðstöðini í Borgarnesi s.l. laugardag, 2. febrúar 2013. Alls fengu 18 íþróttamenn atkvæði í kjörinu. Í 2. sæti varð  skákkonan Tinna Kristín Finnbogadóttir, í 3. sæti Harpa Hilmisdóttir  úr Skallagrími fyrir badminton, í 4. sæti Konráð Axel Gylfason úr hestamannafélaginu Faxa fyrir hestaíþróttir og í 5. sætinu varð Sigmar Páll Egilsson körfuknattleiksmaður úr Skallagrím. Þetta er 3. árið í röð sem Bjarki er kjörinn íþróttamaður Borgarfjarðar og er hann vel að útnefningunni kominn. Bjarki er afrekskylfingur úr Golfklúbbi Borgarness (GB) og varð m.a. klúbbmeistari 4. árið í röð, 2012, auk þess sem hann gerði sér lítið fyrir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 08:20

Allen Wronowski tekinn í frægðarhöll kylfinga

Núverandi heiðursforseti PGA, Allen Wronowski frá Bel Air, er einn af 8 sem hljóta inngöngu í PGA Golf Professional Hall of Fame, þ.e. frægðarhöll kylfinga. Wronowski, sem er 58 ára, er núverandi PGA framkvæmdarstjóri í Hillendale Country Club í Phoenix,  Baltimore County. Hann hlýtur inngöngu í frægðarhöllina með viðhöfn 12. mars n.k. í PGA Education Center í PGA Village í Port St. Lucie, Flórída. Meðal heiðurs sem nýju félagarnir í frægðarhöllinni hljóta er að nöfn þeirra verða grafin í granít á bakhlið PGA golfsafnsins. Wronowski var 37. forseti bandaríska PGA frá nóvember 2010 – nóvember 2012. Hann hefir verið í Hillendale frá árinu 1979, fyrst sem aðstoðargolfkennari, síðan sem yfirgolfkennari (1990) áður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 08:00

2500 ára gömul höfuðkúpa unglingsstúlku finnst á Mussleburgh Links

Höfuðkúpa unglingsstúlku sem dó fyrir u.þ.b. 2500 árum fannst á elsta golfvelli í heimi. Vallarstarfsmenn fundu höfuðkúpuna þriðjudaginn fyrir viku, þ.e. 29. janúar 2013, á Mussleburgh Links, þegar þeir voru að lagfæra eina sandglompuna á 4. braut vallarins. Upphaflega var talið að höfuðkúpan væri 100 ára gömul, en hún er nú álitin vera frá járntímanum frá því u.þ.b. 5 öldum f.Kr. Höfuðkúpan var send Dundee háskóla til frekari rannsóknar. Sérfræðingar gera sér vonir um að unnt sé að finna alla beinagrindina. 9-holu Old Course völlurinn á Mussleburgh Links, þar sem höfuðkúpan fannst er í eigu East Lothian Council. Haft var samband við lögreglu til þess að unnt væri að greina hvort Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 06:00

Ólafur Björn sigraði í 2. móti sínu sem atvinnumaður

Ólafur Björn Loftsson, NK, vann í gær sinn 2. sigur sem atvinnumaður á OGA mótaröðinni (One Golf America). Um var að ræða 1 dags mót; Ólafur Björn deildi 1. sætinu með Englendingnum Lloyd Campbell og hlaut $ 300 (u.þ.b. kr. 40.000,- í sigurlaun) Á nýju heimasíðu sinni sagði Ólafur Björn m.a.: „Sigraði í móti á OGA mótaröðinni í dag! Lék Ridgewood Lakes völlinn á 69 höggum (-3). Byrjaði rólega og var +2 eftir 6 holur en datt þá í gírinn og fékk 6 fugla á næstu 12 holum. „ Komast má á nýja heimasíðu Ólafs Björns með því að SMELLA HÉR og það er um að gera að setja LIKE Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 20:00

Viðtalið: Júlíus Hafsteinsson GR og GÖ

Viðtalið í kvöld er við einn félaga í Elítunni, lokaðs félagsskaps lágforgjafarkylfinga í GR, sem hefir að markmiði að spila golf og hafa gaman.  Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Júlíus Geir Hafsteinsson. Klúbbur:  GR & GÖ. Hvar og hvenær fæddistu?  Ég er fæddur í Vestmannaeyjum 1. janúar 1963. Hvar ertu alinn upp?   Ég er alinn upp í Kópavogi. Í hvaða starfi ertu?  Ég er framkvæmdastjóri Parka. Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Konan mín spilar golf og sonur minn 8 ára – tveir aðrir synir mínir eru líka í golfi. Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég er búinn að gutla í golfi frá 30 aldri en byrjaði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 17:00

GR: Nanna Björg og Signý Marta efstar eftir 3 umferðir í Púttmótaröð GR-kvenna

Kvennanefnd GR ritaði eftirfarandi um 3. umferð á Púttmóti GR-kvenna: „Ríflega eitthundrað konur mættu á þriðja púttkvöld vetrarins og stemningin var ljúf.  Gaman að sjá hvað margar sitja eftir púttið og láta fara vel um sig með spjalli og léttum veitingum. Okkur í kvennanefndinni þykir afskaplega vænt um þá góðu stemningu sem er að skapast á þessum kvöldum. Samveran er gefandi og þægileg í alla staði og  greinilegt að hópurinn okkar er samrýmdur og þéttur. Spilað var líkt og í síðustu viku,  bæði í salnum og inní „herbergi“ þar sem áferð undirlagsins gerði sumum okkar nokkra skráveifuna. Það er bara gaman að því og engin ástæða til að örvænta því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 15:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (5. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 1 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt: 4. Sjáið púttið fyrir ykkur – „Hugsið jákvætt um púttið í þátíð“ Þið hafið heyrt að það hjálpi við pútt ,að sjá fyrir sér að púttið detti, þ.e. að hugsa jákvætt, ímynda sér að púttið detti. En þið ættuð að ganga lengra en það. Ímyndið ykkur að þið séuð að horfa á boltann fara 2 metra frá því þið púttið og …. hann dettur í bollann á myndskeiði. Þessi mynd ætti að vera svo sannfærandi og sterk að þið verðið yfir ykkur hissa, ja næstum sjokkeruð Lesa meira