Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 07:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og „The Bucs“ luku leik í 6. sæti á Sea Best Invitational

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og lið East Tennessee State háskóla „the Bucs“ spiluðu á Sea Best Invitational mótinu en það fór fram 4.-5. febrúar og lauk því í gær.  Þátttakendur í mótinu voru 75 frá 15 háskólum.

Guðmundur Ágúst spilaði hringina 3 á samtals 251 höggi (91 73 87).

„The Bucs“ urðu í 6. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku í mótinu.

Næsta mót Guðmundar Ágústs er Puerto Rico Classic, sem fram fer 17.-19. febrúar n.k.

Til þess að sjá úrslitin á Sea Best Invitational SMELLIÐ HÉR: