Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2013 | 19:40

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni á Rice Intercollegiate í 14. sæti

Andri Þór Björnsson, GR og Nicholls State lauk keppni nú rétt í þessu á Rice Intercollegiate, sem fram hefir farið í Westwood Golf Club í Houston Texas.

Andri Þór spilaði á samtals 2 yfir pari 218 höggum (70 75 73).  Hann hafnaði í 14. sæti sem hann deildi með 3 öðrum kylfingum. Þátttakendur voru 81.

Nicholls State, lið Andra Þórs varð í 12. sæti í liðakeppninni og var skor Andar Þórs besta skor liðsins.

Næsta mót Andra Þórs og „The Colonels“ er Carter Plantation Intercollegiate í  Springfield, Louisiana, þ. 18. mars n.k.

Til þess að sjá úrslitin í Rice Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: