Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi lauk keppni í 13. sæti í Flórída

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og „The Crusaders“, lið Belmont Abbey háskólans gerðu góða ferð til Flórída á St. Leon Invitational mótið.

Arnór Ingi lauk keppni í gær á samtals 230 höggum (76 73 81).  Hann varð í 13. sæti í mótinu sem hann deildi með 2 öðrum og á 3. besta skori „The Crusaders.“

Lið Arnórs Inga varð í 2. sæti í liðakeppninni.

Næsta mót Arnórs Inga er Pirate Invitational í Pooler, Georgíu þ. 25.-26. febrúar n.k.

Til þess að sjá úrslitin í St. Leo Invitational SMELLIÐ HÉR: