
Tengsl Phil Mickelson við Pebble Beach ná allt aftur til afa hans
Mót vikunnar að þessu sinni á PGA Tour er AT&T Pebble Beach National Pro-Am.
Phil Mickelson á sterkari tengingu við Pebble Beach en bara þá að hafa sigrað þar 4 sinnum. Það er silfurdalur afa hans sem hann geymir í vasa sínum.
Afi Phil, Al Santos, ólst nefnilega upp á Monterey skaganum og varð að hætta í skóla í 4. bekk til þess að fara að vinna. Hann var kylfusveinn í Del Monte golfklúbbnum og var meðal fyrstu kylfusveina sem vann á nýja golfvellinum, sem opnaði dyr sínar fyrir almenningi 1919 og hét Pebble Beach.
„Hann var alltaf fátækur og það voru dagar sem hann átti ekkert að borða,“ sagði Mickelson. Santos litli var með silfudal í vasa sínum, sem hann eyddi aldrei. Þess í stað handfjatlaði hann peninginn sinn þegar honum fannst hann fátækur og fannst visst öryggi í því að vita að hann ætti pening. Hann dó árið 2004, nokkrum mánuðum áður en barnabarnið, Mickelson vann sitt fyrsta risamót.
„Ég á þennan silfurdal í dag og ég hef alltaf notað hann á AT&T Pebble Beach Pro-Am sem boltamerki og mun halda áfram að gera svo,“ sagði Mickelson í blaðaviðtali. „Hann vann fyrir 35 cent per poka sem hann varð að bera á hring. Það er svöl tilfinning að vera með peninginn sem hann hélt upp á og sjá hvers konar verðlaunafé við erum að spila um í dag og hversu langt leikurinn hefir þróast. Peningurinn minnir mig á aðra tíma.“
Með sigri sínum á Phoenix Open er Phil farinn að nálgast $ 69 milljón markið í verðlaunafé á PGA Tour.
Phil sagði að hann geymdi líka a gamlan Krugerrand pening (suður-afrísk mynt) sem afi hans hefði gefið honum ásamt nokkrum 50 cent peningum frá föður sínum og hermynt sem hann hefði safnað í gegnum tíðina. En silfurdalur afa hans frá 1900 væri sérstakur.
„En silfurdalurinn hans afa er sá sem ég kýs að merkja boltana mína með, sérstaklega í keppni hér á Pebble Beach,“ sagði Mickelson.
Heimild: CBS Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024