Lydia Ko
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 11:00

ALPG & LET: Lydia Ko vel undirbúin fyrir Opna nýja-sjálenska

Nú á föstudaginn, 8. febrúar 2013, hefst í Christchurch í Nýja-Sjálandi  ISPS Handa NZ Women’s Open, en mótið er samstarf Evrópumótaraðar kvenna og ástralska LPGA og mót vikunnar á þeim mótaröðum.

Áhugamaður nr. 1 í heiminum, Lydia Ko hefir verið í Clearwater golfklúbbnum við æfingar í yfir viku.

Þetta 15 ára undrabarn frá Gulf Harbour Country klúbbnum  í Nýja-Sjálandi var boðin þátttaka í  Volvik RACV Ladies Masters mótinu í s.l. viku, þar sem Karrie Webb vann 8. titil sinn í mótinu, en Ko hafnaði til þess að hafa meiri tíma til að æfa fyrir mótið á heimaslóðum sínum, Nýja-Sjálandi.

Ko hefir verið að spila Clearwater völlinn sem hannaður er af John Darby og Sir Bob Charles á hverjum degi í öllum veðrum og við allar aðstæður.

„Mér líður býsna vel,“ sagði Ko m.a. í viðtali sem tekið var við hana. „Ég kom hingað fyrr en venjulega til þess að æfa vegna þess að ég hef aðeins spilað einu sinni hér og aldrei í móti. Þeir báðu mig um að taka þátt í Volvik Masters en ég ákvað að taka mér bara frí og kom hingað fyrr.“

Heimild: LET