Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 09:30

Mynd af Rory á háhýsi í San Diego

Nýi  styrktaraðili Rory McIlroy, nr. 1 á heimslistanum, NIKE íþróttavörurisinn hefir svo sannarlega ætlað að tryggja að Rory félli ekki í gleymskunnar dá,  en hann er nú við æfingar í Monaco eins og Golf 1 greindi frá, sjá með því að SMELLA HÉR:

Rory er að venjast nýju Nike kylfunum sínum og hefir vakið athygli í hversu fáum mótum hann hann hefir tekið þátt nú í byrjun árs en hann var ekki með í Farmers Insurance mótinu, Omega Dubai Desert Classic mótinu, Farmers Insurance mótinu eða í Qatar Master og hann er ekki heldur með í mótum vikunnar á PGA og Evrópumótaröðinni Pebble Beach og Joburg Open.

En til að vekja athygli á Rory hefir Nike nú látið reisa mynd af kappanum, sem prýðir háhýsi í San Diego.  Á myndinni heldur Rory á nýja Covert VR_S drævernum frá Nike.

Í eina móti ársins sem Rory hefir tekið þátt í, þ.e. í fyrra mótinu í Dubai náði hann ekki niðurskurði og sagði tvöfaldi risamótsmeistarinn Sandy Lyle m.a. í viðtali í gær að hann vonaðist að ekki færi fyrir Rory eins og David Duval, sem skipti úr Titleist í Nike og hefir verið í frjálsu falli niður heimslistann síðan, líkt og japanskur kamikaze-flugmaður.