Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 07:30

PGA: Leikhraði tekinn til skoðunar

Tiger Woods kvartaði undan of hægum leikhraða á Farmers Insurance Open og sagði það hafa haft áhrif á leik sinn til hins verra.  Búið var að fresta mótinu vegna þoku til mánudagsins en þá voru leiknar 11 holur. Þessar 11 holur voru spilaðar á yfir 3 klst og var Tiger óánægður með að m.a. 3 af þessum 11 holunum hefðu verið par-3 holur, þar sem leikhraðinn hefði átt að vera meiri. Á seinni 9 fékk Tiger m.a. skramba og 2 skolla og kenndi því um að leikhraðinn hefði farið í taugarnar á sér.  Lokahringurinn varð þar með eini hringur hans á mótinu sem hann spilaði yfir 70 eða sléttu pari, 72 höggum.  Tiger sigraði í mótinu, en var ósáttur með leikhraðann.

Í kjölfarið tilkynnti Tim Finchem að farið yrði nákvæmlega ofan í saumana á leikhraða og bandaríska golfsambandið (USGA) hefir hafið eigin rannsókn þar sem litið er til 4 þátta í leik, þ.e. golfvallarhönnun,  hvernig vellir eru settir upp (hraði flata, lengd karga), tímar á golfvöllum þannig að þeir séu ekki yfirfullir og golffræðslu.

„Leikhraðinn hefir verið til umfjöllunar í áratugi en þetta er nú orðin ein mesta ógnin við leikinn,“ var m.a. haft eftir forseta USG, Glen Nager. „Hringir sem eru yfir 5 klst eru ósamþættanlegir nútímalífi þar sem mikið er um aðra afþreyingu og íþróttir sem falla mun betur að þeim takmarkaða tíma sem við höfum í frístundum okkar og til að slaka á.“

„Leikhraðinn er vandamál, bæði hjá körlum og konum, á atvinnumannsstiginu, sem áhugamanns og skemmtunar stigi,“ sagði hann. „Nú, þarf að bregðast við meir en nokkru sinni.“

„Ég er ekki viss um að við séum með öll svörin,“ sagði framkvæmdastjóri USGA, Mike Davis. „Við erum ekki þeir einu sem erum að gera eitthvað í málunum. Ég tel að ef allir taka saman höndum sé hægt að taka á þessu (þ.e. of hægum leikhraða).

Davis sagði m.a. að USGA myndi hvetja til fleiri 9 holu hringja og mismunandi leikfyrirkomulags s.s. holu og punktakeppna til þess að hraða leik.

Heimild: CBS Sports