Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 6. 2013 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alastair Kent – 6. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er  enski kylfingurinn Alastair Kent. Alastair er fæddur í Saddleworth í Englandi 6. febrúar 1970 og á því 43 ára afmæli í dag (Innilega til hamingju!!!) Alastair býr á Íslandi og er félagi í GR og þar að auki Elítunni, 20 manna lokaðs félagsskapar lágforgjafarkylfinga innan GR sem hafa að markmiði að spila golf og hafa gaman. Golf 1 tók nýlega viðtal við Alastair, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   James Braid,  (f. 6. febrúar 1870 – d. 27. nóvember 1950);  Izzy Beisiegel, 6. febrúar 1979 (34 ára); spilar í LPGA; Chris Lloyd, 6. febrúar 1992 (21 árs) ….. og …..

F. 6. febrúar 1998 (15 ára)
  • Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

    Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is