Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 18:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: Mikael Lundberg – (27. grein af 28)

Hér í kvöld verður kynntur  kylfingurinn sem varð í 2. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember s.l., Svíinn, Mikael Lundberg.  Hann var 4 höggum á eftir þeim sem vann Q-school 2012, Englendingnum John Parry, sem verður kynntur á morgun. Mikael er fæddur 13. ágúst 1973 í Helsingborg í Svíþjóð og á því 40 ára stórafmæli á árinu.  Það var pabbi hans, Lars (með 4 í fgj) sem kenndi Mikael golf og Mikael var orðinn scratchari við 17 ára aldur og kominn í sænska landsliðið 3 árum síðar. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1997.  Sem áhugamaður var hann m.a. í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Rebecca Lee-Bentham (26. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna þær stúlkur sem deildu 1. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012; en það voru þær Rebecca Lee-Bentham, frá Kanada, sem kynnt verður í kvöld og Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, sem kynnt verður á morgun. Rebecca Lee-Bentham fæddist 20. mars 1992, í Scarborough, Ontario, í Kanada og er því 20 ára. Hún á m.a. sama afmælisdag og indverski kylfingurinn Arjun Atwal og enska unglingastirnið Charley Hull. Rebecca byrjaði að spila golf 12 ára. Hún segir pabba sinn hafa verið þann, sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Rebecca á tvö Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 15:30

GS: Ingi Rúnar Gíslason nýr íþróttastjóri Golfklúbbs Suðurnesja

Ingi Rúnar Gíslason golfkennari  hefir skrifað undir samning við Golfklúbb Suðurnesja um að hann taki við starfi sem íþróttastjóri GS. Samningurinn var undirritaður í dag. Markmið samningsins er að efla barna- og afreksstarf klúbbsins. Ingi Rúnar mun einnig bjóða upp á alla almenna kennslu fyrir félagsmenn GS. Ingi Rúnar hefir áður starfað við golfkennslu hjá GKJ og GK. Heimild: www.gs.is

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 14:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (6. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 2 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt: 5. Líkist málara en ekki smið Helstu mistök flestra púttera þegar verið er að pútta á undir pressu er þeir „ýta“ boltanum (ens. push). M.ö.o. í miklu stressi þá er tilhneiging hjá pútterum að slá í boltann, eða ýta honum í áttina að markinu í stað þess að taka púttstroku í gegn. Líkt og þegar smiður rekur nagla í vegg með hamri, þá stoppar pútterinn eftir að kúlan er slegin. Boltinn fer oftar en ekki, ekki eftir réttri línu miðað við uppstillingu og púttersandlitið vísar oftar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Paige MacKenzie – Ari Ársælsson og Rósa Guðmundsdóttir – 8. febrúar 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír að þessu sinni: Ari Ársælsson, Rósa Guðmundsdóttir og bandaríski kylfingurinn Paige MacKenzie.  Ari er fæddur 8. febrúar 1973 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Rósa Guðmundsdóttir er fædd 8. febrúar 1963 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síður afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Ari Arsalsson F. 8. febrúar 1973 (40 ára) Rósa Guðmundsdóttir F. 8. febrúar 1963 (50 ára) Þriðji afmæliskylfingurinn er bandaríska LPGA stjarnan Paige MacKenzie.  en hún á afmæli 8. febrúar 1983 og á því 30 ára stórafmæl í dag. Paige MacKenzie fæddist í Yakima, Washington og byrjaði að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 08:15

ALPG & LET: Nikki Campbell, Tamara Johns og Sarah Oh efstar eftir 1. dag á NZW Open

Það voru erfiðar aðstæður í Clearwater golfklúbbnum á Nýja-Sjálandi, en í morgun hófst þar ISPS Handa New Zealand Women’s Open. Eftir 1. hring eru 3 ástralskar stúlkur efstar: Tamara Johns, Nikki Campbell and Sarah Oh.  Þær voru allar á 3 undir pari, 69 höggum. Fjórða sætinu deila enn annar hópur 3 stúlkna á 2 undir pari, 70 höggum, en það eru heimakonan Lydia Ko, Nontaya Srisawang frá Thailandi og Alison Walshe frá Bandaríkjunum. Fjórar stúlkur eru svo búnar að eiga hringi upp á 1 undir par, 71 högg þ.á.m. LPGA nýliðinn í ár, Felicity Johnson frá Englandi. Á þessum fyrsta degi mótsins, sem er 54 holu-mót og er samstarfsverkefni Evrópumótaraðar kvenna og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 07:55

PGA: Mickelson tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu í holukeppni

Phil Mickelson mun ekki taka þátt í WGC Accenture Match Play Championship og er þetta í 3. sinn á 4 árum sem hann sleppir því að taka þátt í mótinu. Mótið fer fram 20.-24. febrúar norður af Tucson, Arizona. Phil sagði á blaðamannafundi í gær að börnin hans 3 væri í fríi úr skólanum vikuna sem heimsmeistarmótið fer fram þannig að hann og fjölskyldan ætluðu í frí saman.  Hann tók heldur ekki þátt 2010 og 2012. Phil hefir aðeins komist í fjórðungsúrslit einu sinni í þau 11 skipti sem hann hefir tekið þátt í mótinu en það var 2004 í La Costa. Hann sagði að honum þætti vænt um mótið og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 06:40

PGA: Hunter Mahan og Russell Knox leiða á Pebble Beach – Hápunktar og högg 1. dags

Í gær hófst AT&T Pebble Beach National Pro-Am mótið. Spilað er að venju á 3 völlum Monterey skagans. Eftir fyrsta dag leiða Hunter Mahan og Russell Knox, báðir á 6 undir pari. Mahan (66) spilaði á Pebble Beach en Knox (64) Monterey Peninsula. Sex kylfingar eru í 3. sæti á 5 undir pari: þ.á.m Seung Yul-Noh. Lee Westwood, Brandt Snedeker og Kevin Na eru meðal 9 kylfinga sem deila 9. sætinu á 4 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á  AT&T Pebble Beach National Pro-Am SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1.dags á  AT&T Pebble Beach National Pro-Am SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá högg 1. dags á  AT&T Pebble Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Sterne og Kieffer efstir eftir 1. dag Joburg Open

Það eru þeir Richard Sterne frá Suður-Afríku og Maximilian Kieffer sem leiða eftir 1. dag á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, sem hófst á Royal Johannesburg & Kensington golfklúbbnum í dag. Báðir spiluðu þeir á 8 undir pari, 63 höggum; Sterne var með örn, 6 fugla og 11 pör en Kiefer var með 8 fugla og 10 pör. Í 3. sæti er Bryce Eaton frá Suður-Afríku  á samtals 7 undir pari og 4. sætinu deila Peter Uihlein og 7 aðrir kylfingar á samtals 6 undir pari. Þrettán kylfingar deila  síðan í 12. sæti á samtals 5 undir pari hver þ.á.m Thomas Aiken frá Suður-Afríku og norski frændi okkar Espen Kofstad. Munur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 14:15

Lengsta tí í heimi er í Trochu, Kanada

Fyrir nokkrum dögum birti CBS Sports frétt um stærsta tí í heimi, en það er skv. heimildum 30 feta langt og 6000 punda þungt. Sjá frétt með því að SMELLA HÉR:  Í fréttinni segir m.a að nýja tíið Casey, hannað af Brolin Enterprises hafa opinberlega slegið fyrra metið yfir stærsta tí heims skv. Guinness heimsmetabókinni. Fyrra metið á tí sem hannað var af nemendum Jerry Havills Team Problem Solving Course í Bay de Noc Community College í Escanaba, Bandaríkjunum; en það var 8.13 m (26 fet 8 þummlungar). Þessi tvö framangreindu tí eru þó ekki hæstu tí í heimi…. það fyrirfinnst í Trochu, nálægt Edmonton, í Kanada, en hefir bara ekki enn Lesa meira