Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 16:00

Evróputúrinn: Sterne og Kieffer efstir eftir 1. dag Joburg Open

Það eru þeir Richard Sterne frá Suður-Afríku og Maximilian Kieffer sem leiða eftir 1. dag á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, sem hófst á Royal Johannesburg & Kensington golfklúbbnum í dag.

Báðir spiluðu þeir á 8 undir pari, 63 höggum; Sterne var með örn, 6 fugla og 11 pör en Kiefer var með 8 fugla og 10 pör.

Í 3. sæti er Bryce Eaton frá Suður-Afríku  á samtals 7 undir pari og 4. sætinu deila Peter Uihlein og 7 aðrir kylfingar á samtals 6 undir pari.

Þrettán kylfingar deila  síðan í 12. sæti á samtals 5 undir pari hver þ.á.m Thomas Aiken frá Suður-Afríku og norski frændi okkar Espen Kofstad.

Munur milli þeirra í 1. sæti og 25. sætinu eru aðeins 3 högg og stefnir því í hörkukeppni, þar sem allt er galopið enn.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: