Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2013 | 14:15

Lengsta tí í heimi er í Trochu, Kanada

Fyrir nokkrum dögum birti CBS Sports frétt um stærsta tí í heimi, en það er skv. heimildum 30 feta langt og 6000 punda þungt. Sjá frétt með því að SMELLA HÉR: 

Í fréttinni segir m.a að nýja tíið Casey, hannað af Brolin Enterprises hafa opinberlega slegið fyrra metið yfir stærsta tí heims skv. Guinness heimsmetabókinni.

Fyrra metið á tí sem hannað var af nemendum Jerry Havills Team Problem Solving Course í Bay de Noc Community College í Escanaba, Bandaríkjunum; en það var 8.13 m (26 fet 8 þummlungar).

Þessi tvö framangreindu tí eru þó ekki hæstu tí í heimi…. það fyrirfinnst í Trochu, nálægt Edmonton, í Kanada, en hefir bara ekki enn hlotið Guinness heimsmetastimpilinn.

Tí-ið í Trochu er 40 feta (12,19 metra) hátt.  Sjá þar um heimasíðu Trochu með því að SMELLA HÉR: