Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 14:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (6. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 2 af 10 reglum golfkennarans og fyrrum PGA Tour leikmannsins Dave Stockton, um, hvernig setja eigi niður 2 metra pútt:

5. Líkist málara en ekki smið

Helstu mistök flestra púttera þegar verið er að pútta á undir pressu er þeir „ýta“ boltanum (ens. push). M.ö.o. í miklu stressi þá er tilhneiging hjá pútterum að slá í boltann, eða ýta honum í áttina að markinu í stað þess að taka púttstroku í gegn. Líkt og þegar smiður rekur nagla í vegg með hamri, þá stoppar pútterinn eftir að kúlan er slegin. Boltinn fer oftar en ekki, ekki eftir réttri línu miðað við uppstillingu og púttersandlitið vísar oftar en ekki til hægri.

Hugsunin við púttið verður að vera líkt og verið sé að mála með pensli; það eru hendurnar sem stjórna og púttershöfuðið fylgir höndunum eftir því sem púttstrokan er dregin í gegn alla leið.

6. Síðasta hugsunin þegar púttað er: engin

M.ö.o.: Ekki hugsa um annað en púttið. Það ætti að tæma hugann og forðast að hugsa um nokkuð þegar pútterinn er dreginn aftur.  Þið ættuð að forðast að segja orð eða setningu við sjálfa ykkur, jafnvel jákvæð orð eins og „mjúk stroka“ (ens. smooth stroke) til áminningar. Allt sem þessar hugsanir gera er að blokkera tilfinninguna fyrir flæðinu, sem verður að vera til staðar til þess að taka góða púttstroku. Eina „hugsunin“ sem ætti að vera til staðar, er væg tilfinning slökunar, það að maður sé tilbúin/n og ritmi. Allt sem ætti að vera að gerast er að leyfa undirmeðvitundinni að taka yfir þannig hægt sé að hleypa þeirri dásamlegu tilfinningu að þegar maður veit nákvæmlega að púttið muni detta. Munið að það er í raun ekki til staðar tungumál þegar maður er í því beitta andlega ástandi sem á ensku nefnist „The Zone“ (og verður ekki þýtt hér að öðru leyti en að það sé æðsta stig andlegrar einbeitingar). (Oft erfitt að vera í „the Zone“ með tugi aðra púttera í kringum mann í púttmótum, en þar gefst einmitt gott tækifæri til æfinga – þar sem þetta er augnabliksástand, sem þið eigið með sjálfum ykkur!)