Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 16:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2013: Rebecca Lee-Bentham (26. grein af 27)

Hér er komið að því að kynna þær stúlkur sem deildu 1. sætinu á lokaúrtökumóti Q-school LPGA sem fram fór á Daytona Beach 28. nóvember – 2. desember á síðasta ári 2012; en það voru þær Rebecca Lee-Bentham, frá Kanada, sem kynnt verður í kvöld og Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, sem kynnt verður á morgun.

Rebecca Lee-Bentham fæddist 20. mars 1992, í Scarborough, Ontario, í Kanada og er því 20 ára. Hún á m.a. sama afmælisdag og indverski kylfingurinn Arjun Atwal og enska unglingastirnið Charley Hull.

Rebecca byrjaði að spila golf 12 ára. Hún segir pabba sinn hafa verið þann, sem hafi haft mest áhrif á feril sinn. Rebecca á tvö systkini, Söruh og Paul. Meðal áhugamála utan golfsins eru að vera á skíðum, að sigla, elda og baka. Ef hún ætti einn dag þar sem hún gæti gert hvað sem hún vildi myndi það vera að fæða fólk í hungrandi heimi. Hún var í háskólagolfinu í University of Texas í Austin. Rebecca komst á LPGA í fyrstu tilraun í hittifyrra 2011.  Sem stendur er Rebecca í 223. sætinu á  Rolex-heimslista kvenna, en var í 514. sætinu þegar hún byrjaði á LPGA.