Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 07:55

PGA: Mickelson tekur ekki þátt í heimsmeistaramótinu í holukeppni

Phil Mickelson mun ekki taka þátt í WGC Accenture Match Play Championship og er þetta í 3. sinn á 4 árum sem hann sleppir því að taka þátt í mótinu. Mótið fer fram 20.-24. febrúar norður af Tucson, Arizona.

Phil sagði á blaðamannafundi í gær að börnin hans 3 væri í fríi úr skólanum vikuna sem heimsmeistarmótið fer fram þannig að hann og fjölskyldan ætluðu í frí saman.  Hann tók heldur ekki þátt 2010 og 2012.

Phil hefir aðeins komist í fjórðungsúrslit einu sinni í þau 11 skipti sem hann hefir tekið þátt í mótinu en það var 2004 í La Costa. Hann sagði að honum þætti vænt um mótið og Tucson en þar vann hann í fyrsta skipti mót á PGA Tour.

Fjarvera Phil þýðir að kylfingur nr. 65 á heimslistanum í næstu viku fær að taka þátt í mótinu.