Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2013 | 08:15

ALPG & LET: Nikki Campbell, Tamara Johns og Sarah Oh efstar eftir 1. dag á NZW Open

Það voru erfiðar aðstæður í Clearwater golfklúbbnum á Nýja-Sjálandi, en í morgun hófst þar ISPS Handa New Zealand Women’s Open.

Eftir 1. hring eru 3 ástralskar stúlkur efstar: Tamara Johns, Nikki Campbell and Sarah Oh.  Þær voru allar á 3 undir pari, 69 höggum.

Fjórða sætinu deila enn annar hópur 3 stúlkna á 2 undir pari, 70 höggum, en það eru heimakonan Lydia Ko, Nontaya Srisawang frá Thailandi og Alison Walshe frá Bandaríkjunum.

Fjórar stúlkur eru svo búnar að eiga hringi upp á 1 undir par, 71 högg þ.á.m. LPGA nýliðinn í ár, Felicity Johnson frá Englandi.

Á þessum fyrsta degi mótsins, sem er 54 holu-mót og er samstarfsverkefni Evrópumótaraðar kvenna og ástralska LPGA, gátu aðeins 10 kylfingar spilað undir pari og flestar þeirra sem það gerðu fóru út um morguninn þegar aðstæður voru skaplegri.

Johns tókst að fá 6 fugla á hring sínum, Campbell 5 fugla og Oh tókst að vinna högg á lokaholunni, sem kom henni í forystuna á mótinu með hinum tveimur. Allar 3 misstu högg á hringnum, eitt það slysalegasta var þegar Johns varð að sætta sig við skramba á stuttu par-3 11. holunni.

Hæst „rankaði“ kvenkylfingur í mótinu, Angela Stanford, sem er nr. 19 á Rolex-heimslista kvenna náði aðeins skori upp á 78 högg og nr. 1 í Evrópu Carlota Ciganda var á 74 höggum.

Skor fyrrum nr. 1 í Evrópu voru eftirfarandi: Laura Davies (74), Sophie Gustafson (78) og Anna Nordqvist (79).

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag NZW Open SMELLIÐ HÉR: