Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2013: John Parry – (28. grein af 28)

Þá er komið að síðustu greininni, síðustu kynningunni á nýju strákunum á Evróputúrnum 2013.  Nú á bara eftir að kynna sigurvegara lokaúrtökumóts Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á PGA Catalunya golfvöllunum í Girona á Spáni 24.-29. nóvember s.l., en það var Englendingurinn JOHN PARRY!!!  Hann vann afgerandi sigur var samtals á 4 högga betra skori en sá sem næstur kom Svíinn Mikael Lundberg, sem þegar hefir verið kynntur. John Anthony Parry fæddist 17. nóvember 1986 í Harrogate á Englandi og er því tiltölulega nýorðinn 26 ára. Hann gerðist atvinnumaður árið 2007 og átti þar áður glæstan áhugamannaferil; vann m.a. danska og spænska áhugamannameistaramótin og var fulltrúi Breta og Íra í Walker Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 14:00

Karrie Webb telur Ko vera klára í atvinnumennskuna

Fyrrum kylfingur nr. 1 í Ástralíu, Karrie Webb, sagði á blaðamannafundi að hin 15 ára ný-sjálenska Lydia Ko væri klár í atvinnumennskuna. Webb er ein af þeim sem tekur þátt í móti helstu kvenmótaraða heims LPGA, LET og ALPGA á Royal Canberra golfvellinum, sem hefst í morgun, en hún er ansi heit og í góðu formi eftir að hafa tekið Australian Ladies Masters í 8. sinn fyrir 11 dögum síðan. Webb segir Ko vera þann kylfing sem vert sé að fylgjast með. „Ég held að óhætt sé að segja að Lydia Ko sé einn heitasti kylfingur heims nú,“ sagði Webb. Aðspurð hvort ráð hennar til Ko væri að vera áhugamaður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Patty Berg – 13. febrúar 2013

Patty Berg fæddist 13. febrúar 1918 og hefði því orðið 95 ára í dag en hún dó 10. september 2006. Patty er ein af kvenstjörnum golfsins, sem Golf1 skrifaði fyrst um eftir að vefurinn fór í loftið í september 2011 – Sjá má greinina um Patty með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Michael Hoey, 13. febrúar 1979 (34 ára) og Roope Kakko, 13. febrúar 1982 (31 árs) .… og …. Ágúst Jensson F. 13. febrúar 1977 (36 ára) Átvr Átthagafélag Vestmannaeyinga Reykjavík (19 ára)   Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 11:50

Evróputúrinn: Chris Wood valinn kylfingur janúarmánaðar

Kylfingurinn Chris Wood frá Englandi var valinn kylfingur janúarmánaðar á Evróputúrnum. Wood sigraði á 2. móti Evróputúrsins í ár, þ.e. Qatar masters mótinu. Fyrir heiðurstilnefninguna hlaut Wood ágrafinn platta og stóra flösku af  Moët & Chandon kampavíni. Wood sigraði samkeppni sína, George Coetzee frá Suður-Afríku og Sergio Garcia frá Spáni, á Qatar Masters með glæsierni á 72. holu mótsins, þ.e. á 589 yarda par-5 holunni, þegar hann átti skrímsladræv, síðan glæsihögg með 6-járninu sínu og setti síðan púttið niður fyrir erni. Þegar lá fyrir að Wood væri kylfingur janúarmánaðar sagði hann m.a.: „Það hafði svo mikla þýðingu fyrir mig að sigra á fyrsta móti mínu á Evróputúrnum í Qatar, þannig að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 10:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (7. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 7. af 10 reglum fyrrum PGA Tour leikmannsins, risamótstitilhafans og golfkennarans Dave Stockton, um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt: 7. Haldið augunum yfir boltanum Pútt byggjast á tilfinningu meira en tækni, en tæknin sem notuð er við pútt er smekksatriði hvers og eins. En það er ein algild regla fyrir pútt  af 2 metra og skemmra færi: Haldið augunum yfir boltanum. Fyrir flesta kylfinga þýðir það að standa nær boltanum. Það einfaldar hlutina mikið. Það hjálpar við að púttsveiflan sé tekin beint aftur og í gegn. Þið notið hendurnar minna og líkurnar á of opnu eða of lokuðu púttersandliti minnka. Og þið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á besta skorinu af liði Wake Forest eftir 2. hring í Kaliforníu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „The Demon Deacons“, golflið Wake Forest háskólans, eru nú við keppni á Northrop Grumman National Challenge í Palos Verdes, Kaliforníu. Alls eru þátttakendur í mótinu 88 frá 16 háskólum. Eftir 2. dag deilir  Ólafía Þórunn 30. sætinu, eftir að hafa spilað samtals á 8 yfir pari, 150 höggum (76 74). Ólafía Þórunn bætti sig um 2 högg og fór upp um 5 sæti frá því á fyrri hring. Hún er á besta skorinu í liði the Decons, en liðið deilir 12. sætinu í liðakeppninni. Lokahringur Northrop Grumman National verður spilaður í dag. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 08:00

Brandt Snedeker tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni

Heitasti kylfingur heims, Brandt Snedeker tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni í Arizona, vegna meiðsla í rifjum. Þetta þýðir m.a. að Shane Lowry frá Írlandi, nr. 65 á heimslistanum mun ekki spila við Rory heldur Tiger. Snedeker hefir í síðustu 3 mótum, sem hann hefir tekið þátt orðið í 2. sæti á eftir Tiger og síðan í 2. sæti á eftir  Phil Mickelson og loks á Pebble Beach tókst honum að landa 1. sætinu. Snedeker var farin að finna fyrir meiðslunum á Humana Challenge í síðasta mánuði og tóku þau sig upp s.l. fimmtudag. Brandt er sem stendur í fríi á Hawaii með fjölskyldu sinni en hann flýgur heim Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson varð í 7. sæti á Coastal Georgia Invitational!

Klúbbmeistari GSE 2012, Hrafn Guðlaugsson, sem spilar með „The Eagles“ golfliði Faulkner University í Alabama lauk í gær keppni á Coastal Georgia Invitational. Spilað var í St. Simmons Island í Georgiu. Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Hrafn náði þeim glæsilega árangri að verða í 7. sæti, sem hann deildi með 2 öðrum.  Hann spilaði á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 77 72). Lið Hrafns þ.e. Faulkner háskóla varð í 3. sæti. Til þess að sjá úrslitin á Coastal Georgia Invitational SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 19:00

Tiger tekur þátt í 3 mótum á næstunni

Tiger Woods gerði það heyrinkunnugt í dag að hann muni spila á Honda Classic í Palm Beach Gardens, Flórída og the World Golf Championship-Cadillac Championship  í Doral, Miami á eftir heimsmótið í holukeppni sem hefst á morgun SJÁ YFIRLÝSINGU Á HEIMASÍÐU TIGER HÉR:  Tiger hefir ekkert spilað á PGA eftir að hann sigraði á Farmers Insurance Open í San Diego í síðasta mánuði, en hann snýr aftur á  Accenture Match Play Championship í Tucson í næstu viku. Síðan hefst dagskráin í Flórída, fyrst spilar hann á Honda Classic, sem hefst 28. febrúar og síðan á Doral. Ef hann heldur sig við hefðbundnu dagskrá sína mun hann taka sér frí vikuna eftir Doral þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 18:30

PGA: Mickelson rann á afturendann á AT&T

Þarinn á Pebble Beach er ansi sleipur. Því komst Phil Mickelson að s.l. laugardag, þegar hann var að spila á AT&T Pebble Beach National Pro-Am. Hann reyndi að finna boltann sinn í fjöru en fann ekki, en datt þess í stað á óæðri endann. Því náðu glögg augu fréttamanna, sem fylgdust með,  auðvitað á myndskeið. Til þess að sjá myndskeiðið af því þegar Phil dettur á afturendann SMElLLIÐ HÉR: