Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 10:00

Golfleiðbeiningar: 10 reglur Stocktons um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt (7. grein af 10)

Hér verður fram haldið með 7. af 10 reglum fyrrum PGA Tour leikmannsins, risamótstitilhafans og golfkennarans Dave Stockton, um hvernig eigi að setja niður 2 metra pútt:

7. Haldið augunum yfir boltanum

Pútt byggjast á tilfinningu meira en tækni, en tæknin sem notuð er við pútt er smekksatriði hvers og eins. En það er ein algild regla fyrir pútt  af 2 metra og skemmra færi: Haldið augunum yfir boltanum. Fyrir flesta kylfinga þýðir það að standa nær boltanum. Það einfaldar hlutina mikið. Það hjálpar við að púttsveiflan sé tekin beint aftur og í gegn. Þið notið hendurnar minna og líkurnar á of opnu eða of lokuðu púttersandliti minnka. Og þið sjáið púttlínuna betur.  Þegar allt kemur til alls er þetta góð regla fyrir öll pútt.