Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 14:00

Karrie Webb telur Ko vera klára í atvinnumennskuna

Fyrrum kylfingur nr. 1 í Ástralíu, Karrie Webb, sagði á blaðamannafundi að hin 15 ára ný-sjálenska Lydia Ko væri klár í atvinnumennskuna.

Webb er ein af þeim sem tekur þátt í móti helstu kvenmótaraða heims LPGA, LET og ALPGA á Royal Canberra golfvellinum, sem hefst í morgun, en hún er ansi heit og í góðu formi eftir að hafa tekið Australian Ladies Masters í 8. sinn fyrir 11 dögum síðan.

Webb segir Ko vera þann kylfing sem vert sé að fylgjast með.

„Ég held að óhætt sé að segja að Lydia Ko sé einn heitasti kylfingur heims nú,“ sagði Webb.

Lydia Ko

Lydia Ko

Aðspurð hvort ráð hennar til Ko væri að vera áhugamaður lengur og njóta leiksins sagði Webb:„Nei, það er ekki ráð mitt til hennar. Augljóslega hefir hún sannað að hún er tilbúin í atvinnumennskuna.“

Ko varð yngst allra til þess að sigra á atvinnumannamóti þegar hún sigraði í NSW Women’s Open. Það met hefir nú verið slegið eða bætt um 2 daga af hinni kanadísku Brooke Henderson, en Ko hefir jafnframt sigrað á LPGA (2012) á CN Canadian Open og nú á sunnudaginn vann hún enn eitt atvinnumannsmótið á heimavelli, þ.e. New Zealand Women’s Open.

Það er af sem áður var,  en fyrir 18 árum var Webb yngst atvinnumanna þá 20 ára.

„Ég held að vinsældir golfsins hafi aukist og tæknin og útbúnaðurinn og líka gæði golfkennslunnar,“ sagði Webb.

„Krökkunum er kennt rétt yngri með útbúnaði sem hentar þeim. Þau eru ekkert að byrja núna með þungar, styttar kylfur.“

Webb telur ekkert að tilkoma yngri kylfinganna minnki líkur hennar á að sigra í 5. sinn á Women’s Australian Open.

„Hvaða kylfingur sem er, á hvað aldri sem er, getur unnið á hæsta stigi golfsins,“ sagði hún.

„Gæjarnir kringum 40 ára aldurinn eru á besta skeiðinu í golfinu. Steve Stricker og Vijay Singh hafa sannað það hjá strákunum. Julie Inkster spilaði nokkuð af besta golfinu sínu eftir 40 ára aldurinn.“

„Í því felst fegurð golfíþróttarinnar.“