Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 11:50

Evróputúrinn: Chris Wood valinn kylfingur janúarmánaðar

Kylfingurinn Chris Wood frá Englandi var valinn kylfingur janúarmánaðar á Evróputúrnum.

Wood sigraði á 2. móti Evróputúrsins í ár, þ.e. Qatar masters mótinu.

Fyrir heiðurstilnefninguna hlaut Wood ágrafinn platta og stóra flösku af  Moët & Chandon kampavíni.

Wood sigraði samkeppni sína, George Coetzee frá Suður-Afríku og Sergio Garcia frá Spáni, á Qatar Masters með glæsierni á 72. holu mótsins, þ.e. á 589 yarda par-5 holunni, þegar hann átti skrímsladræv, síðan glæsihögg með 6-járninu sínu og setti síðan púttið niður fyrir erni.

Þegar lá fyrir að Wood væri kylfingur janúarmánaðar sagði hann m.a.: „Það hafði svo mikla þýðingu fyrir mig að sigra á fyrsta móti mínu á Evróputúrnum í Qatar, þannig að það, að hafa verið kjörinn kylfingur mánaðarins vegna frammistöðu minnar eru frábærar fréttir. Það hefir mikla þýðingu að árangur manns sé metinn að verðleikum.“

„Að sigra í Qatar var stórt skref framávið á ferli mínum – Ég veit nú að ég get verið að keppa til úrslita og haft betur gegn mörgum af bestu kylfingum heims þannig að ég vona að sjálfsöryggið aukist við það að ferillinn mjakast fram á við.“