Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Snædís Sigmarsdóttir – 12. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Snædís Sigmarsdóttir. Anna Snædís er fædd 12.febrúar 1962. Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og ein af forgjafarlægstu kvenkylfingum á Íslandi.  Anna Snædís er auk þess oftast ofarlega í golfmótum t.a.m. var hún í efsta sæti eftir 1. púttmót á Púttmótaröð Keiliskvenna nú nýverið á 27 púttum.  Anna Snædís er móðir afrekskylfingsins Önnu Sólveigar Snorradóttur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Desmond John Smyth, 12. febrúar 1953 (60 ára stórafmæli!!!); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (35 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (31 árs) ….. og….. Hjörtur Lárus Harðarson (62 ára)   Larusdottir Gudrun (71 árs) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 09:30

Hvernig Michael Jordan hefir hjálpað Luke Donald við andlegu hlið golfsins

Þeir gætu ekki verið ólíkari – hinn hávaxni 1,98 metra hái  körfuboltasnillingur Michael Jordan, sem m.a. hefir verið uppnefndur „his Airness“ og fyrrum nr. 1 á heimslista golfsins, Luke Donald sem er 1,75 m, sem var eitt sinn fyrir óralöngu uppnefndur „the Plod.“ Jordan er hress og elskar veðmál og lífið í Las Vegas og almennt… að lifa lífinu, Donald er rólegur ,hinn fullkomni heimilisfaðir og herramaður. Hins vegar eiga þeir tvennt sameiginlegt Chicago og báðir elska golf. Jordan fluttist nýlega í $10 milljóna glæsihýsi sitt í Flórída og eru þeir Donald nágrannar, en Donald er að byggja sér hús í Flórída. Þeir spila gjarnan golf í The Bear´s Club. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 09:00

Donald Trump með áform um að byggja 2. golfvöll í Skotlandi

Billjónamæringurinn Donald Trump hefir látið uppi að hann hyggist byggja annan golfvöll í Skotlandi. Áform eru uppi um að byggja 18 holu golfvöll, sem Trump vill skíra í höfuðið á skoskri móður sinni Mary MacLeod. Völlurinn á að vera við fyrri völl, sem Trump byggði í Skotlandi, Menie linksarann í Aberdeenshire, sem olli miklum deilum og fjaðrafoki þegar hann var byggður. Teikningarnar af nýja vellinum liggja þegar fyrir og er þær eftir Dr. Martin Hawtree, sem líka hannaði fyrri völl Trump í Skotlandi. Meðal annarra frægra valla sem hann hefir komið að er hinn heimsþekkti Royal Birkdale. Trump er að sögn mjög ánægður með teikningarnar að nýja vellinum og á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 08:00

Michelle Wie tilbúin í slaginn

Michelle Wie er nýútskrifuð með gráðu í  samskiptum (ens.: Communications) frá Stanford í Kaliforníu og er vongóð um að árið 2013 muni hún ná nýjum hæðum í golfinu. Hún átti erfitt uppdráttar 2012 og var aðeins einu sinni á topp-10 á LPGA það ár og átti aðeins 19 hringi sem voru undir pari allt keppnistímabilið. Nú eftir útskrift ætlar hún að einbeita sér að keppisgolfinu. „Allt sem ég í raun man er að ég vildi bara fara og læra í Stanford og að ná því takmarki var alveg jafnmikilvægt og að spila golf. Þannig að hafa verið fær um að gera það var frábært,“ sagði Wie á blaðamannafundi fyrir mót Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 07:30

Ólafur Björn Loftsson í 3. sæti á West Orange móti OGA mótaraðarinnar í Flórída

Ólafur Björn Loftsson, NK varð í gær í 3. sæti á móti á OGA-mótaröðinni í Flórída, sem fram fór á West Orange golfvellinum. Ólafur Björn lék á 3 undir pari, 68 höggum og var með 5 fugla, 12 pör og 1 skramba á hringnum. Fyrir þriðja sætið hlaut Ólafur Björn $ 400 ( sem eru u.þ.b. 50.000 íslenskar krónur). Í fyrsta sæti í mótinu varð Patrick Sheehan, sem sigrað hefir tvívegis á Nationawide mótaröðinni (nú Web.com mótaröðinni) á 7 undir pari, 64 höggum og í 2. sæti Camilo Benedetti frá Kólombíu á 6 undir pari 65 höggum. Þess mætti til gamans geta að LPGA kylfingurinn þýski Sandra Gal tók líka þátt í mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2013 | 06:40

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á 76 höggum eftir 1. dag Northrop Grumman National Challenge í Kaliforníu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og „The Demon Deacons“, golflið Wake Forest háskólans, eru nú við keppni á Northrop Grumman National Challenge í Palos Verdes, Kaliforníu. Alls eru þátttakendur í mótinu 88 frá 16 háskólum. Eftir 1. dag deilir  Ólafía Þórunn 35. sætinu spilaði með 7 öðrum kylfingum;  lék 1. hring á 5 yfir pari, 76 höggum; þar sem hún fékk 1 fugl, 11 pör og 6 skolla. Ólafía Þórunn er á besta skorinu í liði the Decons ásamt liðsfélaga sínum, Marissu Dodd, sem líka lék á 76 höggum. The Deacons eru í 10. sæti eftir 1. dag. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2013 | 17:45

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð E. Hafsteinsson – 11. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Davíð E. Hafsteinsson. Davíð er fæddur 11. febrúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Hann er félagi í Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi (GMS). Davíð er kvæntur Helgu Björg Marteinsdóttur og á 4 börn.  Komast má á facebook síðu Davíðs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Davíð E Hafsteinsson (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Burt Reynolds  (leikari), 11. febrúar 1936 (77 ára); Irvin Mazibuko, 11. febrúar 1978 (35 ára – Spilar á Sólskinstúrnum); Edoardo Molinari, 11. febrúar 1981 (32 ára);  Steve Surry, 11. febrúar 1982 (31 árs – Spilar á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2013 | 17:25

Bandaríska háskólagolfið: Axel og Mississippi State urðu í 10. sæti í liðkeppninni á Sun Trust Gator Invitational í Flórída

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State luku í gær keppni Sun Trust Gator Invitational mótinu. Það var University of Florida, sem var gestgjafi og leikið var á Mark Bostik golfvellinum, í Flórída. Þátttakendur voru 75 frá 14 háskólum. Axel lék á samtals 7 yfir pari (72 75 71) og deildi 37. sætinu. Þar með bætti hann sig um 8 sæti en Axel var í 45. sætinu eftir fyrri dag. Axel var á 2.-3. besta skori Mississippi State golfliðsins og taldi skor hans því, en liðið varð í 10. sæti. Sjá má úrslitin á Sun Trust Gator Invitational mótinu með því að  SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2013 | 14:00

Heimslistinn: Sterne kominn upp í 55. sætið

Eftir sigur sinn í gær á móti vikunnar á Evrópumótaröðinni, Joburg Open, er Richard Sterne kominn upp í 55. sæti heimslistans. Þetta þýðir að Sterne hlýtur þátttökurétt í WGC-Accenture Match Play Championship þ.e. heimsmótinu í holukeppni, sem fram fer í næstu viku, en aðeins 64 efstu af heimslistanum hafa þátttökurétt og verður hann einn af 36 af Evrópumótaröðinni, sem þátt taka. Það leit nú ekkert of vel út fyrir Sterne í byrjun árs, þá var hann nr. 165 á heimslistanum, en eftir að hafa náð 2. sætinu á eftir Stephen Gallacher á Omega Dubai Desert Classic mótinu fór hann upp í 94. sæti heimslistans og með sigrinum í gær í 55. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2013 | 13:30

GK: Hvaleyrin fær góða dóma hjá Leadingcourses.com

Hvaleyrin, golfvöllur Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði var á síðasta ári valin meðal 100 bestu golfvalla Evrópu. Og enn eru erlendir fagaðilar, sem taka út golfvelli að gefa golfvöllum á Íslandi einkunn og skorar Hvaleyrin þar hæst allra golfvalla hérlendis. Það eru fréttamenn vefsíðunnar leadingcourses. com by golfers for golfers sem spiluðu nokkra  velli hér á landi og gáfu þeim í kjölfarið einkunn. Hvaleyrin hlaut einkunina 8,6 – en hæst var hægt að fá 10.  Næstbesti völlurinn að mati leadingcourses.com hérlendis var Oddurinn með 8,4 í einkunn, en vellir sem fengu lægri einkunn eru m.a. eftirfarandi: Vestmannaeyjavöllur 8,2; Kiðjabergið 8,2; Grafarholtið 7,8; Leiran 7,7; Leirdalsvöllur 7,4; Selsvöllur á Flúðum 7,1; Garðavöllur Lesa meira