Hrafn Guðlaugsson. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2013 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson varð í 7. sæti á Coastal Georgia Invitational!

Klúbbmeistari GSE 2012, Hrafn Guðlaugsson, sem spilar með „The Eagles“ golfliði Faulkner University í Alabama lauk í gær keppni á Coastal Georgia Invitational. Spilað var í St. Simmons Island í Georgiu.

Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum.

Hrafn náði þeim glæsilega árangri að verða í 7. sæti, sem hann deildi með 2 öðrum.  Hann spilaði á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (73 77 72).

Lið Hrafns þ.e. Faulkner háskóla varð í 3. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Coastal Georgia Invitational SMELLIÐ HÉR: