Nýju stúlkurnar á LET 2013: Ann-Kathrin Lindner (3. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal var Cheyenne Woods, frænka Tiger, sem þegar hefir verið kynnt. Í gær var fremur löng kynning á frægðarhallarkylfingnum kanadíska, Lorie Kane, sem er sú næstelsta til að spila á LET þetta keppnistímabil eða 48 ára (Laura Davies er eldri en hún er fædd 5. október 1963 og verður 50 ára á Lesa meira
GK: Frítt í golf fyrir börn fædd 2002 og yngri í 1 mánuð
Golfklúbburinn Keilir í Hafnarfirði býður öllum börnum fæddum 2002 og síðar að koma og æfa golf þeim að kostnaðarlausu í 1 mánuð. Kúlur og kylfur eru á staðnum. PGA kennarar liðsinna krökkunum. Þess mætti geta að barna- og unglingastarf Keilis er með því allra besta í landinu, haldið utan um það af mikilli og skarpri golfkunnáttu og umhyggju Sigurpáls Geirs Sveinssonar, formanns PGA á Íslandi. Góð kennsla hans og annarra golfkennara Keilis endurspeglast í því að krakkarnir í Keili eru ár eftir ár meðal þeirra, sem vinna til flestra verðlauna á unglingamótaröðunum. Nú er um að gera að koma á Hvaleyrina, einum af 100 bestu golfvöllum í Evrópu og nýta sér þetta Lesa meira
Evróputúrinn: Darren Fichardt og Jaco Van Zyl leiða fyrir lokahring Africa Open
Það eru heimamennirnir Darren Fichardt og Jaco Van Zyl sem leiða fyrir lokahringinn á Africa Open. Báðir eru búnir að spila á samtals 15 undir pari, hvor, 201 höggi; Fichardt (69 67 65) og Van Zyl (66 67 68). „Það bætti í vindinn“ sagði Fichardt eftir hringinn. Maður fann ekki fyrir því á brautunum, sem eru í litlum dölum, en hann bætti í og það gerði gæfumuninn. Ég spila alltaf eina holu í einu og tek eitt högg í einu. Ég veit að Jaco (Van Zyl) er á höttunum eftir fyrsta sigri sínum, en hann verður að mæta mér fyrst.“ Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er forystumaður gærdagsins Adilson Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnar Ágúst Ragnarsson – 16. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnar Ágúst Ragnarsson, úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Ragnar Ágúst er fæddur 16. febrúar 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Ragnar Ágúst sigraði m.a. á 9. púttmóti Hraunkots í mars 2012, hann van punktakeppnishluta Opins móts í Þorlákshöfn, Sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2012 á 39 glæsilegum punktum. Jafnframt sigraði Ragnar Ágúst á 2. Siglfirðingamótinu á Hvaleyrinni, sem fram fór 26. ágúst s.l. Þá lék Ragnar Ágúst á Eimskipsmótaröðinni s.l. sumar og komst m.a. í gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í höggleik og varð í 40. sæti í Símamótinu í Grafarholtinu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til Lesa meira
Hvað ætti Luke Donald að gefa Michael Jordan í afmælisgjöf?
Körfuboltagoðið og kylfingurinn góðkunni Michael Jordan á afmæli n.k. sunnudag, þ.e á morgun, en hann er fæddur 17. febrúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli. Í fréttum nú að undanförnu hafa verið frásagnir af mikilli vináttu Jordan við Luke Donald, en þeir ku spila golf saman hvenær sem færi gefst í The Bears Club í West Palm Beach, Flórída, þar sem báðir eiga hús. Eins eiga þeir báðir hús í Chicago. Kærestur þeirra eru miklar vinkonur. Spurningin er hversu mörg högg Jordan fær í forgjöf hjá Donald þegar þeir spila saman? Þau eru 6 „og venjulega duga þau ekki“ sagði Luke í léttum dúr í viðtali við blaðafulltrúa PGA. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra hefur leik á Peg Barnard Inv. í dag
Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco hefja leik á Peg Barnard Invitational á golfvelli Stanford háskóla í Kaliforníu í dag. Mótið er tveggja daga, spilað er 16.-17. febrúar og þátttakendur u.þ.b. 70 frá 13 háskólum. Fylgjast má með gengi Eyglóar Myrru með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Furman háskólalið Ingunnar Gunnars í 3. sæti í Flórída
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og lið Furman háskóla keppa á Seminole Match Up og léku 1. hring í gær. Leikið er á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída, sem er alveg ótrúlega flottur. Komast má á heimasíðu Southwood með því að SMELLA HÉR: Alls taka þátt u.þ.b. 60 kylfingar frá 12 háskólum. Ingunn lék á 80 höggum og deilir 52. sætinu, en þess mætti geta að þetta er fyrsta mót Ingunnar í þó nokkurn tíma. Liðsfélagar Ingunnar áttu hins vegar góðan dag, m.a. Laura Wearn, sem er í 2. sæti mótins á 69 höggum. Lið Furman er T-3, þ.e. deilir 3. sætinu í liðakeppninni ásamt golfliði Florida State háskólans Golf 1 tók á Lesa meira
ALPG & LET: Ko og Shin í forystu fyrir lokahring ISPS Handa Australian Open
Það eru Lydia Ko og Jiyai Shin sem leiða fyrir lokahring ISPS Handa Australian Open. Báðar eru þær búnar að leika á samtals 17 undir pari, 202 höggum; Lydia (63 69 70) og Shin (65 67 70). Báðar eru undantekningarlaust á braut, hreinlega kljúfa þær með óaðfinnanlegum höggum sínum og ótrúlega einföldum leikáætlunum. Veðrið á Royal Canberra í morgun var heldur ekki til að kvarta undan, yndislega þægilegur hiti og glitrandi sólskin. Hápunktur dagsins fyrir Shin var þegar hún setti niður glompuhögg við par-5 6. flötina. Bönkerinn var svo djúpur að hún sá ekki einu sinni bolta sinn fara ofan í holuna. „Ég var of stutt til þess að sjá þetta“ sagði Shin Lesa meira
PGA: Sang-Moon Bae og Fredrik Jacobson efstir þegar Northern Trust er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags
Það eru Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu og Fredrik Jacobson, frá Svíþjóð, sem eru efstir á Northern Trust mótinu á Riviera, í Pacific Pallisades, Kaliforníu. Báðir hafa þeir leikið á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65). Á hringnum í dag fékk Bae 9 fugla, 6 pör og 3 skolla. Jacobson, hins vegar, fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla. Aðeins 1 höggi á eftir Bae og Jacobson eru nafnarnir John Merrick og John Rollins á samtals 8 undir pari og einn í 5. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald á samtals 7 undir pari (69 66). Vijay Singh bætti leik sinn um 7 högg frá Lesa meira
Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir í gegnum niðurskurð
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í gær 2. hringinn á Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni. Spilað er á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku þeir Birgir Leifur og Ólafur Björn Robert Cupp golfvöllinn í gær. Báðir komust þeir í gegnum niðurskurð! Ólafur Björn hefir spilað á samtals 2 undir pari, 142 höggum (69 73) og er T-31.þ.e. deilir 31. sæti með 8 kylfingum; fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla á 2. hring. Birgir Leifur hefir samtals leikið á 1 yfir pari, 145 höggum (72 73) og er T-54; þ.e. Lesa meira








