Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 01:30

Birgir Leifur og Ólafur Björn báðir í gegnum niðurskurð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í gær 2. hringinn á Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni.

Spilað er á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku þeir Birgir Leifur og Ólafur Björn Robert Cupp golfvöllinn í gær.  Báðir komust þeir í gegnum niðurskurð!

Ólafur Björn hefir spilað á samtals 2 undir pari, 142 höggum (69 73) og er T-31.þ.e. deilir 31. sæti með 8 kylfingum; fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla á 2. hring.

Birgir Leifur hefir samtals leikið á 1 yfir pari, 145 höggum (72 73) og er T-54; þ.e. deilir 54. sætinu með 10 kylfingum;  fékk 2 fugla, 13 pör og 3 skolla á 2. hring.

Alls taka 168 kylfingar þátt í mótinu og efstu 70 komust í gegnum niðurskurð í gær eftir 2. hring, þ.á.m. Birgir Leifur og Ólafur Björn, báðir, s.s áður greinir.

Efstur í mótinu er Matt Hendrix á samtals 9 undir pari (68 67).

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á  Palemetto Hall Championship SMELLIÐ HÉR: