Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 16:45

Evróputúrinn: Darren Fichardt og Jaco Van Zyl leiða fyrir lokahring Africa Open

Það eru heimamennirnir Darren Fichardt og Jaco Van Zyl sem leiða fyrir lokahringinn á Africa Open.

Báðir eru búnir að spila á samtals 15 undir pari, hvor, 201 höggi; Fichardt (69 67 65) og Van Zyl (66 67 68).

„Það bætti í vindinn“ sagði Fichardt eftir hringinn.  Maður fann ekki fyrir því á brautunum, sem eru í litlum dölum, en hann bætti í og það gerði gæfumuninn. Ég spila alltaf eina holu í einu og tek eitt högg í einu.  Ég veit að Jaco (Van Zyl) er á höttunum eftir fyrsta sigri sínum, en hann verður að mæta mér fyrst.“

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir er forystumaður gærdagsins Adilson Da Silva frá Brasilíu, en hann er á samtals 13 undir pari, 203 höggum (62 68 73).

Í 4. sæti á samtals 12 undir pari er Frakkinn Grégory Bourdy og í 5. sæti á samtals  11 undir pari er Argentínumaðurinn Emiliano Grillo.

Það verður spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á morgun – en enn er allt galopið.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Africa Open SMELLIÐ HÉR: