Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 18:15

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Ann-Kathrin Lindner (3. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l.

Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET, þeirra á meðal var Cheyenne Woods, frænka Tiger, sem þegar hefir verið kynnt. Í gær var fremur löng kynning á frægðarhallarkylfingnum kanadíska, Lorie Kane, sem er sú næstelsta til að spila á LET þetta keppnistímabil eða 48 ára (Laura Davies er eldri en hún er fædd 5. október 1963 og verður 50 ára á árinu), en hún er kylfingur sem spilar á undanþágu og er sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða m.ö.o. kortið sitt á LET.

Hér í kvöld verður sem sagt kynnt enn ein af þeim 7 sem varð í 36. sæti á lokaúrtökumótinu.

Ann-Kathrin Lindner

Ríkisfang: þýsk.

Fæðingardagur: 29. nóvember 1987.

Fæðingarstaður: Hannover í Þýskalandi.

Gerðist atvinnumaður í golfi: 31.12.2012.

Hæð: 1,67m

Hárlitur: ljóshærð.

Augnlitur: grænn.

Byrjaði í golfi: 15 ára.

Mestu áhrifavaldar: Golfkennararnir Christoph Herrmann og Marcus Neumann.

Áhugamál: Allar íþróttir, sérstaklega fótbolti. Hún æfði íþróttir og líkamsrækt og vann í 3 ár á skrifstofu í tengslum við meistaramót í Þýskalandi og áhugamannamót.

Félagi í golfklúbbnum: St. Leon-Rot í Þýskalandi.

Býr sem stendur í: Malsch, Þýskalandi.

Áhugamannsferill: 2012: 5. sæti í European Amateur Championship, 4. sæti í French Amateur Championship, 3. sæti í German International Amateur Championship, 3. sæti í  German Matchplay Champioship, , 2. sæti í German Amateur Championship, 2. sæti í European Nations Championship, 2. sæti í World Amateur Team Championship (Reserve), Sigurvegari í German Team Championship

2011:    Sigurvegari í European Club Cup Trophy og German Team Championship, 2. sæti í German National Championship, 3. sæti Swiss International Ladies Open

2009: 2. sæti í French International Ladies Championship

Sæti í Lalla Aicha Tour School árið 2013: T-36.