Nýju stúlkurnar á LET 2013: Lorie Kane (2. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Hins vegar spila 43 „nýir“ kvenkylfingar á LET 2013 s.s. fyrirsögn þessa greinaflokks ber með sér. Hér í kvöld verður kynntur sá kvenkylfingur sem ekki þurfti að fara í Q-school en spilar engu að síður á LET á grundvelli undanþágu þar sem hún var áður búin að ávinna sér leikrétt en gat lítið nýtt hann 2012, m.a. vegna þess að hún spilaði á LPGA. Hér fer í raun „43. kvenkylfingurinn“ eða sú Lesa meira
Obama í sveiflugreiningu hjá Butch Harmon – Myndskeið
Golfgúrúinn frægi Butch Harmon og sonur hans Claude III fljúga til Flórída nú um helgina til þess að vinna með Barack Obama í að bæta sveiflu hans. Kennslan á að fara fram í The Floridian Golf Club í Palm City. „Ég hef spilað golf með Ike, Nixon, Ford og 41. forseta Bandaríkjanna Bush,“ sagði Butch Harmon, sem þá var enn staddur í golfskóla sínum í Henderson, Nevada. „Ég hef aldrei spilað við Clinton forseta. En ég hitti hann á skrifstofu hans (Oval Office) (meðan hann (Clinton) var enn í embætti). Þetta (að kenna Obama) verður mjög áhugavert. Ég veit að forsetinn er kænn kylfingur. Ég hlakka til. Þetta ætti að verða Lesa meira
Evróputúrinn: Brasilíumaðurinn Adilson da Silva í efsta sæti þegar Africa Open er hálfnað
Það er Brasilíumaðurinn Adilson Da Silva sem leiðir á Africa Open þegar mótið er hálfnað. Da Silva er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (62 68). Í 2. sæti er forystumaður gærdagsins, heimamaðurinn, Jaco Van Zyl, en hann er 3 höggum á eftir Da Silva á samtals 11 undir pari, 133 höggum (66 67). Englendingurinn John Parry, sá sem sigraði á lokaúrtökumóti Q-school Evrópumótaraðarinnar 2012, er í 3. sæti á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66). Heimamennirnir Darren Fichardt og Oliver Bekker deila síðan 4. sætinu á samtals 8 undir pari, 136 höggum. Til þess að sjá stöðuna þegar Africa Open er hálfnað SMELLIÐ Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýir Mizuno MP-S golfboltar að koma á markaðinn
Mizuno MP-S golfboltinn er fyrsti golfboltinn, sem Mizuno markaðssetur í Evrópu. „Við höfum prófað alla Mizuno boltana frá árinu 2005 eftir því sem tækninni hefir fleygt fram. Það var nauðsynlegt að við hefðum eitthvað virkilega sérstakt áður en við gætum sett boltann á markað í Evrópu. Við vorum öll sem ein sammála um að MP-S væri sérstakur bolti,“ sagði Andy Kikidas, framkvæmdastjóri Mizuno Tour. Marglaga boltinn sem notaður er á helstu mótaröðum heims hefir fram til þessa aðeins verið fáanlegur í Japan. Mizuno hefir verið að framleiða MP bolta og nýi MP-S Mizuno boltinn er í raun 3. kynslóðar bolti. Kjarninn er mjúkur hjúpaður uretane og þeir hjá Mizuno segja Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jane Seymour – 15. febrúar 2013
Það er leikkonan Jane Seymour (sem heitir réttu nafni Joyce Penelope Wilhelmina Frankenberg) sem er afmæliskylfingur dagsins. Hún fæddist 15. febrúar 1951 og er því 62 ára í dag. Jane Seymour Jane er fjórgift og á 4 börn: Katherine (1982) og Sean Flynn (1986) með eiginmanni nr. 3, David Flynn. Hún var 43 ára þegar hún reyndi aftur að eignast að eignast barn með eiginmanni nr. 4, James Keach og eftir 2 fósturlát eignaðist hún loks tvíburana Kris og John 1995, næstum 45 ára. Strákana sína nefndi hún eftir fjölskylduvinunum Christopher Reeves og Johnny Cash. Hún var Bond stúlkan árið 1973 í Bond-myndinni Live and Let Die og lék í Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars hefur leik í Seminole Match up í Flórída í dag
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og lið Furman háskóla keppa á Seminole Match Up og hefjast leikar í dag. Leikið er á Southwood golfvellinum í Tallahassee í Flórída. Alls taka þátt u.þ.b. 60 kylfingar frá 12 háskólum. Golf 1 tók á síðasta ári viðtal við Ingunni sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með gengi Ingunnar og Furman á Seminole Match Up SMELLIÐ HÉR:
Platínukort með 25% afslætti bara núna á laugardaginn í Básum – Glænýir 50.000 Srixon boltar teknir í notkun
Nýir æfingaboltar verða teknir í notkun í Básum laugardaginn 16.febrúar og því tilvalið fyrir kylfinga að æfa sveifluna fyrir komandi átök á vellinum í sumar. Um er að ræða hágæða æfingabolta frá Srixon en boltarnir hafa fengið framúrskarandi dóma um allan heim. Alls verða um 50.000 nýir boltar settir í kerfið nú um helgina. Samhliða þessu þá ætlar PROGOLF að bjóða kylfingum að kaupa PLATÍNUKORT í Básum sem inniheldur ca. 980 bolta á 25% afslætti. Í dag kostar PLATÍNUKORTIÐ 10.950 kr. en á laugardaginn 16. febrúar mun kortið kosta 8.213 kr. Tilboð þetta gildir eingönu þennan dag. Progolf býður alla kylfinga velkomna í Bása!
ALPG & LET: Mariajo Uribe leiðir eftir 2. dag á Royal Canberra
Það er Mariajo Uribe frá Kólombíu sem leiðir eftir 2. dag Ástralíu ISPS Handa Australian Open. Mariajo er samtals búin að spila á 15 undir pari, 131 höggi (64 67). Öðru sætinu deila forystutelpa gærdagsins, Lydia Ko og fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Jiyai Shin, báðar 1 höggi á eftir Mariajo, á samtals 14 undir pari, 132 höggum, hvor; Ko (63 69) og Shin (65 67). Michelle Wie var á parinu í dag 73 höggum og er því samtals búin að spila á 1 yfir pari, 147 höggum (74 73) og er langt frá því að blanda sér í toppbaráttuna eða heilum 14 höggum – spurning er reyndar hvort hún nái Lesa meira
PGA: Matt Kuchar efstur á Northern Trust Open eftir 1. dag – Hápunktar og högg 1. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem leiðir eftir 1. dag Northern Trust Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Kuchar lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Í 2. sæti er Sergio Garcia aðeins 1 höggi á eftir á 6 undir pari 65 höggum. Í 3. sætinu er bandaríski kylfingurinn Brandt Jobe, á 5 undir pari, 66 höggum. Fjórða sætinu deila síðan 3 kylfingar, sem allir eru á 4 undir pari en þ.á.m. er Gangnam Style dansarinn James Hahn. Í 7. sæti eru 11 kylfingar sem allir léku á 3 undir pari, 68 höggum en þ.á.m er m.a. Lee Westwood, Jim Furyk og Fred Couples. Luke Lesa meira
Ólafur Björn á 69 og Birgir Leifur á 72 höggum eftir 1. hring í Suður-Karólínu
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson spila þessa dagana á Palemetto Hall Championship, sem er fysta mótið á eGolf Professional mótaröðinni. Þeir léku saman í holli á 1. hring og gaman að þessu að Íslendingarnir fái að spila saman! Spilað er á tveimur völlum: Arthur Hills og Robert Cupp í Palmetto Hall Plantation golfklúbbnum í Suður-Karólínu og léku þeir Birgir Leifur og Ólafur Björn Arthur Hills golfvöllinn. Ólafur Björn kláraði 1. hringinn á 69 höggum og deilir 9. sætinu ásamt 7 kylfingum. Hann segir sjálfur svo frá 1. hringnum á facebook síðu sinni: „Góð byrjun á fyrsta hring hér í Hilton Head. Fór vel af stað og var kominn tvo undir Lesa meira









