Vinirnir Luke Donald og Michael Jordan
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 11:00

Hvað ætti Luke Donald að gefa Michael Jordan í afmælisgjöf?

Körfuboltagoðið og kylfingurinn góðkunni Michael Jordan á afmæli n.k. sunnudag, þ.e á morgun, en hann er fæddur 17. febrúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli.

Í fréttum nú að undanförnu hafa verið frásagnir af mikilli vináttu Jordan við Luke Donald, en þeir ku spila golf saman hvenær sem færi gefst í The Bears Club í West Palm Beach, Flórída, þar sem báðir eiga hús.  Eins eiga þeir báðir hús í Chicago. Kærestur þeirra eru miklar vinkonur.

Spurningin er hversu mörg högg Jordan fær í forgjöf hjá Donald þegar þeir spila saman?  Þau eru 6 „og venjulega duga þau ekki“ sagði Luke í léttum dúr í viðtali við blaðafulltrúa PGA.

Spurning hvort Luke eigi ekki að gefa Michael eitt högg eða 2 aukalega í afmælisgjöf til þess að gera leikinn áhugaverðan?

Sjá skemmtilega grein um vináttu þeirra félaga með því að SMELLA HÉR: