Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 02:00

PGA: Sang-Moon Bae og Fredrik Jacobson efstir þegar Northern Trust er hálfnað – hápunktar og högg 2. dags

Það eru Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu og Fredrik Jacobson, frá Svíþjóð, sem eru efstir á Northern Trust mótinu á Riviera, í Pacific Pallisades, Kaliforníu.

Báðir hafa þeir leikið á samtals 9 undir pari, 133 höggum (68 65). Á hringnum í dag fékk Bae 9 fugla, 6 pör og 3 skolla. Jacobson, hins vegar, fékk 7 fugla, 10 pör og 1 skolla.

Aðeins 1 höggi á eftir Bae og Jacobson eru nafnarnir John Merrick og John Rollins á samtals 8 undir pari og einn í 5. sæti er fyrrum nr. 1 á heimslistanum Luke Donald á samtals 7 undir pari (69 66).

Vijay Singh bætti leik sinn um 7 högg frá deginum þar áður, er nú samtals búinn að spila á 1 yfir pari, 143 höggum (75 68) og er T-58 þ.e. deilir 58. sætinu með 11 kylfingum þ.á.m. Retief Goosen og Ross Fisher.  Glæsilegur árangur miðað við allt sem búið er að ganga á hjá Singh! Það verður spennandi að sjá hvort hann kemst í gegnum niðurskurð.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á  Northern Trust mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á  Northern Trust mótinu SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 2. dags sem Pat Perez átti, á  Northern Trust mótinu SMELLIÐ HÉR: