Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra hefur leik á Peg Barnard Inv. í dag

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco hefja leik á Peg Barnard Invitational á golfvelli Stanford háskóla í Kaliforníu í dag.

Mótið er tveggja daga, spilað er 16.-17. febrúar og þátttakendur u.þ.b. 70 frá 13 háskólum.

Fylgjast má með gengi Eyglóar Myrru með því að SMELLA HÉR: