Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og Furman. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2013 | 10:15

Bandaríska háskólagolfið: Furman háskólalið Ingunnar Gunnars í 3. sæti í Flórída

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG og lið Furman háskóla keppa á Seminole Match Up og léku 1. hring í gær.

Leikið er á Southwood golfvellinum í Tallahassee, Flórída, sem er alveg ótrúlega flottur. Komast má á heimasíðu Southwood með því að SMELLA HÉR: 

Alls taka þátt u.þ.b. 60 kylfingar frá 12 háskólum.

Ingunn lék á 80 höggum og deilir 52. sætinu, en þess mætti geta að þetta er fyrsta mót Ingunnar í þó nokkurn tíma.

Liðsfélagar Ingunnar áttu hins vegar góðan dag, m.a. Laura Wearn, sem er í 2. sæti mótins  á 69 höggum.

Lið Furman er T-3, þ.e. deilir 3. sætinu í liðakeppninni ásamt golfliði Florida State háskólans

Golf 1 tók á síðasta ári viðtal við Ingunni sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með gengi Ingunnar og Furman á Seminole Match Up  SMELLIÐ HÉR: