Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Michael Jordan – 17. febrúar 2013

Afmæliskylfingur dagsins er körfuboltasnillingurinn og kylfingurinn liðtæki Michael Jordan (MJ).  Hann er fæddur 17. febrúar 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Meðal helstu afreka hans er að hafa 6 sinnum orðið NBA meistari með Chicago Bulls og eins varð hann 14 sinnum NBA All Star.

Vinirnir Luke Donald og Michael Jordan

Vinirnir og golffélagarnir Luke Donald og Michael Jordan

MJ er góður kylfingur, sem nú að undanförnu hefir verið mikið í fréttum vegna vináttu við nr. 3 á heimslista bestu kylfinga, Luke Donald, en þeir spila reglulega golf saman. MJ hefir mikið keppnisskap, sem jafnvel heimsins bestu kylfingar segjast geta lært mikið af og hann hefir m.a. verið tilnefndur aðstoðarfyrirliði bandarísku liðanna bæði í Rydernum og Forsetabikarnum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Michael Hoke Austin, f. 17. febrúar 1910 – d. 23. nóvember 2005; Ignacio Elvira, 17. febrúar 1987 (26 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag,  innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is