Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik á Puerto Rico Classic í dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og „The Bucs“ golflið East Tennessee State University hefja í dag leik á Puerto Rico Classic mótinu.

Mótið stendur dagana 17.-19. febrúar og er spilað á River golfvelli Rio Mar CC á Puerto Rico.  Þátttakendur eru u.þ.b. 80 frá 15 háskólum.

Völlurinn sem spilað er á er glæsilegur og má komast á heimasíðu Rio Mar með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að fylgjast með gengi Guðmundar Ágústs á Puerto Rico Classic SMELLIÐ HÉR: