Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 08:00

ALPG & LET: Jiyai Shin sigraði á ISPS Handa Australian Open

Það  var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista, Jiyai Shin, sem sigraði á ISPS Handa Australian Open.

Það var á 14. braut, sem sigurinn vannst þegar Shin setti niður frábært fleyghögg fyrir fugli.

Samtals spilaði Shin á 18 undir pari, 274 högg (65 67 70 72). Í 2. sæti varð núverandi nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Yani Tseng á 16 undir pari,  276 högg (68 71 71 66).

Í 3. sæti varð svo áhugamaðurinn, 15 ára undratelpan frá Nýja-Sjálandi, Lydia Ko á samtals 14 undir pari, 278 höggum (63 69 70 76).  Ko átti óvenjuslakan lokahring, var á 3 yfir pari, þar sem m.a. voru skrambi og 4 skollar, en líka 3 fuglar á skorkorti hennar.

Til þess að sjá úrslitin á ISPS Handa Australian Open 2013 SMELLIÐ HÉR: