Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 16:15

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra á næsbesta skori USF

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco (skammst. USF) hófu í gær leik á Peg Barnard Invitational mótinu, á golfvelli Stanford háskóla í Kaliforníu.

Mótið er tveggja daga, spilað er 16.-17. febrúar og verður því seinni hringurinn spilaður í kvöld.  Þátttakendur  72 frá 13 háskólum.

Eygló Myrra lék á 76 höggum í gær og var á næstbesta skori USF.  Hún fékk 1 fugl, 12 pör, 4 skolla og 1 skramba,

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Peg Barnard Invitational SMELLIÐ HÉR: