Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2013 | 00:55

PGA: Bill Haas leiðir fyrir lokahring Northern Trust – hápunktar og högg 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Bill Haas sem kominn er í forystu á Northern Trust á Riviera.

Haas er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 201 höggi, en leikur hans fer sífellt batnandi (70 67 64). Haas átti frábæran 3. hring þar sem dagsins ljós litu 1 örn, 5 fuglar og 12 pör; þ.e. hann missti hvergi högg!

Það eru 3 kylfingar sem deila 2. sætinu:  Webb Simpson, Charl Schwartzel og John Merrick allir á samtals 9 undir pari, 204 höggum; 3 höggum á eftir Haas.

Fimmta sætinu deila síðan þeir Luke Donald og Fredrik Jacobson á samtals 8 undir pari, 205 höggum; heilum 4 höggum á eftir Bill Haas.

Það verður virkilega spennandi að sjá hver stendur uppi sem sigurvegari á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Northern Trust SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá högg 3. dags á Northern Trust sem Luke Donald átti  SMELLIÐ HÉR: