Golfútbúnaður: BenderStik
Mike Bender, er ekki aðeins þekktur golfkennari, nánar tiltekið nr. 4 á 2011-2012 lista Golf Digest yfir 50 bestu golfkennara Bandaríkjanna heldur er hann líka uppfinningamaður margra golfþjálfunartækja, en nýjasta tækið er the BenderStik en komast má inn á heimasíðu BenderStik með því að SMELLA HÉR: Þetta er einfalt tæki – gulur, svampbolti á enda langs eftirgefanlegrar stangar sem festa má við jörðina og hefir ólíka virkni eftir því hvað verið er að leiðrétta í sveiflunni og veitir upplýsingar um hvað bæta verður úr. T.d. hjálpar tækið við að draga úr of mikilli hreyfingu höfuðs, það eina sem þarf að gera er að tylla höfðinu við svampboltann og ef boltinn hreyfist of mikið Lesa meira
Hápunktar og högg 2. umferðar Accenture heimsmótsins í holukeppni – Paranir 3. umferðar
…. og þá voru aðeins eftir 16….. í heimsmótinu í holukeppni og ljóst að einhver eftirfarandi verður heimsmeistari í holukeppni: Ian Poulter, Nicolas Colsaerts, Scott Piercy, Matt Kuchar, Shawn Lowry, Hunter Mahan, Martin Kaymer, Bubba Watson, Webb Simpson, Steve Stricker, Jason Day, Graeme McDowell, Gonzalo Fdez-Castaño, Robert Garrigus eða Fredrik Jacobson. Paranir í 3 umferð eru eftirfarandi: Bobby Jones riðill: Shane Lowry – Graeme McDowell Bubba Watson – Jason Day Gary Player riðill: Gonzalo Fdez-Castaño – Webb Simpson Hunter Mahan – Martin Kaymer Ben Hogan riðill: Robert Garrigus – Fredrik Jacobson Nicholas Colsaerts – Matt Kuchar Sam Snead riðill: Scott Piercy – Steve Stricker Tim Clark – Ian Poulter Hér má rifja upp nokkra hápunkta gærdagsins í 2. umferð Lesa meira
LPGA: Ariya Jutanugarn í efsta sæti Honda LPGA Classic mótsins eftir 3. dag
Eftir 3. keppnisdag Honda LPGA Classic mótsins, sem fram fer á Pattaya Old Course í Síam CC, í Chonburi, Thaílandi er heimakonan Ariya Jutanugarn í 1. sæti mótsins. Hún sigraði svo glæsilega á lokaúrtökumóti Q-school LET þ.e. Lalla Aicha Tour School 2013 í Marokkó (Golf 1 er að kynna „Nýju stúlkurnar á LET“ og verður Ariya, sigurvegarinn, kynntur í lokagreininni þ.e. þeirri 43. af 43 sem birtar verða). Ariya er búin að spila á samtals 11 undir pari, 205 höggum (69 66 70). Öðru sætinu deila forystukona gærdagsins Stacy Lewis, Se Ri Pak frá Suður-Kóreu og Beatriz Recari frá Spáni. Allar eru þær búnar að spila á samtals 8 undir pari, 208 höggum og Lesa meira
PGA og Evróputúrinn: Staðan eftir 2. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni
Þau úrslit sem e.t.v. komu mest á óvart í 2. umferð heimsmótsins í holukeppni er sigur Scott Piercy á fyrrum heimsmeistara í holukeppni 2011, Luke Donald …. og það hversu stór sá sigur var 7&6. Eins var gaman að fylgjast með Shane Lowry, nr. 65 á heimslistanum, sem rétt komst inn í mótið, en vann nr. 1 Rory McIlroy í gær – hann fór létt með Carl Petterson vann hann 6&5. Í stuttu viðtali eftir sigurinn við fréttamenn Golf Channel sagði Lowry hafa hvílst vel í gær og hann hefði gert fá mistök á vellinum í dag, sem hefði verið lykillinn að sigri hans. A.m.k. virtist hann skemmta sér og Lesa meira
Birgir Leifur í 4. sæti á Oldfield Open!!!!!
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG og Ólafur Björn Loftsson, NK, léku í dag 3. hring á 2. móti eGolf Professional mótaraðarinnar í Suður-Karólínu, Oldfield Open. Þátttakendur eru u.þ.b. 140 frá 15 þjóðlöndum. Spilað er á golfvöllum tveggja klúbba: Oldfield Country Club og Callawassie Island Club. Í dag spiluðu allir 64 þátttakendur sem komust í gegnum niðurskurð golfvöll Oldfield Country Club. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 5 undir pari, 211 höggum (68 73 70). Í dag lék Birgir Leifur á 2 undir pari, 70 höggum fékk 3 fugla, 14 pör og 1 skolla. Hann deilir 4. sætinu ásamt 3 kylfingum. Glæsilegt hjá Birgi Leif, sem fer upp um 9 sæti frá Lesa meira
10 bestu ásarnir í golfinu – Myndskeið
Golfing World hefir tekið saman 10 bestu ásana í golfinu. Sumir ná aldrei draumahögginu – margir ná því oftar en einu sinni. Sumir tala um grísara …. hepnnishögg ….. en það eru oftar en ekki þeir sem aldrei hafa náð holu í höggi. Það eru 117 Íslendingar, sem náðu að fara holu í höggi 2012 og eru því orðnir félagar í Einherjaklúbbnum. Hver skyldi nú oftast hafa farið holu í höggi? Það er Norman Manley frá Kaliforníu, sem farið hefir 59 sinnum holu í höggi, sem er ekki svo slæmt þegar líkurnar á því að fara holu í höggi eru 1 á móti 40.000. Sá sem á metið fyrir lengsta höggið Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2013: Babe Liu (8. grein af 43)
Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Það voru 7 stúlkur sem deildu 36. og síðasta sætinu og rétt mörðu að komast inn á LET. Sex þeirra hafa verið kynntar þ.e.: Cheyenne Woods, hin þýska Ann-Kathrin Lindner, enski unglingurinn Charley Hull, hin sænska Rebecca Sörensen, hin tælenska Tanaporn Kongkiatkrai, og hins skoska Vikki Laing sem kynnt var í gær. Eins þurfti einn kylfingurinn ekki í gegnum Q-school, frægðarhallarkylfingurinn kanadíski Lorie Kane, sem segja má að sé sú 43. sem hlaut keppnisrétt eða kortið sitt Lesa meira
PGA & Evróputúrinn: Paranirnar í 2. umferð í 32 manna úrslitunum á heimsmótinu í holukeppni
Í dag hefjast 32 manna úrslitin á Accenture heimsmótinu í holukeppni og verða spilaðir 16 leikir. Og víst er það að meðal þeirra eru margir mjög spennandi. Golf 1 verður með augun á leik Russell Henley og Jason Day, en nýliðinn Henley hefir aldrei tapað leik í heimsmótinu, enda aðeins spilað 1… en þvílíkur leikur sem það var í gær þegar hann nr. 58 á heimslistanum sló út nr. 11 þ.e. risamótstitilhafann Charl Schwartzel frá Suður-Afríku. Annar spennandi leikur er leikur Matt Kuchar og Sergio Garcia en Garcia rétt marði sigur í sínum leik gegn Thongchai Jaidee í gær – var svakalega heppinn og síðan er líka alveg hægt að horfa Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vijay Singh – 22. febrúar 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Vijay Singh. Hann hefir verið mikið í fréttum að undanförnu vegna notkunar á hjartarhornsspreyi, sem inniheldur ólögleg efni, sem eru á bannlista PGA. Vijay Sing fæddist 22. febrúar 1963 á Lautoka á Fídji og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!! Hann ólst upp í Nadi. Í dag býr hann á Ponte Vedra Beach í Flórída. Um barnæsku sína sagði Vijay eitt sinn við blaðamenn: “Þegar ég var krakki höfðum við ekki efni á golfboltum og við urðum að spila með kókoshnetum. Faðir minn sagði: “Vijay litli, golfkúlur detta ekki úr trjánum, þannig að við fundum okkur “kúlur” sem duttu úr trjánum!” Þegar Vijay var unglingur spilaði Lesa meira
Hápunktar og högg úr 1. umferð Accenture heimsmótsins í holukeppni
Eitt það fréttnæmasta á heimsmótinu í holukeppni eftir 1. umferð er að nr. 1 og 2 á heimslistanum Rory og Tiger eru báðir úr leik. Það var Írinn Shane Lowry sem hafði betur gegn Rory og Charles Howell III vann Tiger, en þeir hafa áður eldað grátt silfur saman. En líka nr. 11 og nr. 12 á heimslistanum féllu út, þ.e. Charl Schwartzel (11) tapaði fyrir nýliðanum Russel Henley og Jason Dufner (12) varð að láta í minni pokann fyrir Richard Sterne. Nánar verður fjallað um leikina og það sem framundan er eftir hádegi hér á Golf1. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. umferð á Accenture heimsmótinu í holukeppni Lesa meira









