Karen Sævarsdóttir, klúbbmeistari GS í kvennaflokki 2012. Mynd: Af heimasíðu Karenar.
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karen Sævarsdóttir – 21. febrúar 2012

Afmæliskylfingur dagsins er GS-ingurinn Karen Sævarsdóttir. Karen er fædd 21. febrúar 1973 og á hún því 40 ára stórafmæli í dag!!!! Karen er núverandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja 2012.  Eins spilaði hún í nokkrum opnum mótum á síðasta ári með góðum árangri t.a.m. sigraði hún höggleikinn í Artdeco kvennamótinu á Vatnsleysunni, 19. ágúst s.l.

Móðir Karenar er Guðfinna Sigurþórsdóttir, sem varð Íslandsmeistari kvenna, fyrst kvenna árið 1967.

Karen lærði ung að spila golf. Af mörgum afrekum Karenar er aðeins rúm til að geta nokkurra hér: Karen varð golfmeistari Íslands í kvennaflokki 1989-1996 eða 8 ár í röð, Íslandsmeistari í holukepppni 1988, 1991-1992 og 1994. Meistari GS 1989-1996 og Golfmeistari Suðurnesja í kvennaflokki 1987-1988.

Karen útskrifaðist sem markaðsfræðingur frá Lamar University og eftir það spilaði hún um skeið á Futures Tour.

Karen varð fyrst íslenskra kvennkylfinga til að spila 72 holur undir 300 höggum.

Karen heldur úti flotta vefsíðu, sem sjá má með því að smella hér:EINFALT GOLF

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (26 ára) ….. og  …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is