Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2013 | 02:00

PGA & Evróputúrinn: Staðan á Accenture heimsmótinu í holukeppni eftir 1. umferð – Rory og Tiger úr leik

Sögurnar af vellinum eru margar þegar bestu kylfingar heims reyna með sér í holukeppni, þar sem heppnin ræður oft meira um úrslit en nokkuð annað. Meðal þess helsta sem gerðist í 1. umferð heimsmótsins í holukeppni 2013 er að bæði nr. 1 og 2 Rory og Tiger eru úr leik og Shawn Lawrie og Charles Howell III eru komnir áfram.

PGA nýliðanum Russell Henley tókst að slá út risamótatitilshafann Charl Schwartzel úr keppni og Svíinn Fredrik Jacobson sló út risamótstitilhafann Ernie Els.  Thongchai Jaidee seldi sig dýrt en leikur hans og Sergio fór á 20. holu (par-5) en þar réði mestu högglengd en Garcia var inni á flöt í 2 höggum en Thongchai þurfti 3 högg til að koma sér þangað. Sjóðheitur Richard Sterne nr. 57 í heiminum vann nr. 12 þ.e. Jason Dufner. Adam Scott er dottinn út eftir að hafa tapað fyrir Tim Clark, Marcus Fraser lagði risamótstitilhafann Keegan Bradley, Lee Westwood er úr leik eftir tap gegn Rafael Cabrero-Bello og þá er aðeins fátt eitt nefnt.

Tveimur leikjum er ólokið.

Hér eru úrsltin í heild eftir 1. umferð á heimsmótinu í holukeppni: (Sigurvegarar feitletraðir)

Bobby Jones riðill:

Shane Lowry – Rory McIlroy 1&0

Jason Day – Zach Johnson 6& 5

Russell Henley – Charl Schwartzel 1&0

Bubba Watson – Chris Wood 2&1

Alexander Noren – Dustin Johnson 6&4

 Jim Furyk – Ryan Moore 4&2

Graeme McDowell – Pádraig Harrington 2&0

Ólokið er leik Carl Petterson sem er 1up gegn Rickie Fowler.

 

Gary Player riðill:

Charles Howell III – Tiger Woods 2&1

Webb Simpson – David Lynn 5&4

Peter Hanson – Thomas Björn 3&2

Rafael Cabrera Bello – Lee Westwood 1&0

Hunter Mahan – Matteo Manassero 5&4

Richard Sterne – Jason Dufner 1&0

Martin Kaymer – George Coetzee 2&1

Ólokið er leik Gonzalo Fdez-Castaño og Frederico Molinari allt jafnt eftir 15 holur.

 

Ben Hogan riðill:

Louis Oosthuizen – Richie Ramsay 2&1

Robert Garrigus – Branden Grace 4&3

Marcus Fraser – Keegan Bradley 1&0

Fredrik Jacobson – Ernie Els 1&0

Nicholas Colsaerts – Bill Haas 5&4

Sergio Garcia – Thongchai Jaidee vannst á 20. holu

Matt Kuchar – H. Fujita 3&2

Justin Rose – KJ Choi 2&1

 

Sam Snead riðill:

Luke Donald – Marcel Siem 1&0

Scott Piercy – Paul Lawrie  4&3

Steve Stricker – Henrik Stenson 5&4

Nick Watney – David Toms 5&4

Tim Clark – Adam Scott 2&1

Thorbjörn Olesen – Jamie Donaldson 3&2

Ian Poulter – Stephen Gallacher 2&1

Boo Van Pelt – John Senden 6 & 5  8 leikir búnir af 32  (14 leikir eftir)

Til þess að sjá úrslitin myndrænt SMELLIÐ HÉR: