Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 16:30

PGA & Evróputúrinn: Enn er leik frestað vegna frosts á heimsmótinu í holukeppni – staðan

Þegar þetta er ritað (kl. 16:15) er klukkan 9:15 í Dove Mountain golfklúbbnum í Marana, Arizona, þar sem heimsmótið í holukeppni fer fram, en 7 klukkustunda tímamismunur er.

Þegar frostið þiðnar og snjórinn tekur að bráðna verður hægt að halda áfram með heimsmótið í holukeppni (ens.: World Golf Championships-Accenture Match Play Championship).

Nú í nótt féllu enn 5 cm af snjó þannig að snjóalagið er komið í 10 cm og kuldinn er enn í kringum -1°C.

Mótstjórnin hefir nú frestað leik til kl. 13:30 ET (þ.e. til. kl. 18:30 að okkar tíma).

Góðu fréttirnar eru þær að það á að fara að hlýna og á hitinn í dag að fara upp í heilar 10° seinna í dag þannig að hvíta „stuffið“ verður fljótt að hverfa.

Spáð er morgunfrosti föstudag, laugardag og sunnudag; hins vegar á hitinn að fara upp í 13° á föstudag og jafnvel 17° á laugardag þótt hitinn fari aftur lækkandi á sunndag þ.e. á að vera kominn niður í 10° aftur.  En það verður engin endurtekning á þessari mjög svo óvæntu uppákomu í gær!

Enn er búist við að hægt verði að ljúka mótinu á sunnudag.

Hér er staðan þegar hætta varð leik í gær (athugið X up þýðir að viðkomandi kylfingur sem er feitletraður á X margar holur á þann sem á eftir kemur).

Sergio Garcia 2 up gegn Thongchai Jaidee eftir 15 holur.

Matt Kuchar 3 up gegn Hiroyuki Fujita eftir 14 holur.

Ian Poulter 3 up gegn Stephen Gallacher eftir 12 holur.

Bo Van Pelt 5 up gegn John Senden eftir 12 holur.

Allt jafnt hjá Charl Schwartzel og Russell Henley, eftir 11 holur

Jason Day 6 up gegn Zach Johnson eftir 10 holur.

Richard Sterne 3 up gegn Jason Dufner eftir 10 holur,

Hunter Mahan 4 gegn Matteo Manassero eftir 9 holur.

Justin Rose 2 up gegn K.J. Choi eftir 9 holur.

Nicolas Colsaerts 3 up gegn Bill Haas eftir 8 holur.

Adam Scott 1 up gegn Tim Clark efitr 8 holur.

Thorbjorn Olesen 3 up gegn Jamie Donaldson eftir 7 holur.

Allt jafnt hjá Bubba Watson og Chris Wood eftir 6 holur.

Allt jafnt hjá Jim Furyk og Ryan Moore eftir 6 holur.

Lee Westwood 2 up gegn Rafael Cabrera-Bello eftir 5 holur.

George Coetzee 1 up gegn Martin Kaymer eftir 4 holur.

Allt jafnt hjá Keegan Bradley og Marcus Fraser eftir 3 holur.

Ernie Els 1 up gegn Fredrik Jacobson eftir 3 holur.

Steve Stricker 2 up gegn Henrik Stenson eftir 2 holur.

Allt jafnt hjá Nick Watney og David Toms, eftir 1 holu.

Allt jafnt hjá Dustin Johnson og Alexander Noren, eftir 1. holu (báðir fengu skolla!)

Alls eiga 11 tvenndir eftir að hefja keppni þ.á.m. Rory og Shane Lowry og Tiger og Charles Howell III.