Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 11:00

PGA & Evróputúrinn: Shane Lowry kastar snjóbolta í Rory í miðju viðtali – Myndskeið

Það er ekki bara Peter Hanson sem kastaði snjóbolta í andstæðing sinn, Ian Poulter í gær.

Nr. 1 á heimslistanum var í miðju viðtali þegar snjóbolti hæfði hann í öxlina – hann var einmitt á þeim stað í viðtalinu þegar að spyrjandi spyr hvað heimsins bestu hafi fyrir stafni þegar úti snjói og ekkert sé hægt að spila golf eru það spil, internetið og farsímar?… „Jamm“, er  Rory byrjaður að svara, „Það eru eru tvít ….og SMASH snjóbolti hæfir hann í öxlina.

Rory brosir og segir að þetta sé frá andstæðingi sínum Shane Lowry …. og því greinilegt hvað er í uppáhaldi hjá bestu kylfingum heims í snjópásunni… snjóboltaslagur.

Ekki fylgdi sögunni í hvern Rickie Fowler var að henda snjóbolta þarna!

Ekki fylgdi sögunni í hvern Rickie Fowler var að henda snjóbolta þarna!

T.a.m. var snjóbolti sem Rickie Fowler kastaði valinn „Shot of the day“ á PGA Tour þ.e. „högg dagsins“ Til þess að sjá myndskeið frá snjóboltaslag Fowler og 5-6 annarra leikmanna PGA Tour SMELLIÐ HÉR:

Seinna í viðtalinu bendir Rory á snjóinn og segir að þetta sé fáránlegt. „Það er eins gott að ég bætti aukaþyngdum á pútterinn minn og breytti um skaft…. ég þarf á því að halda til þess að ná boltanum í gegnum snjóinn á flötunum.“

Sjá má myndskeiðið þar sem snjóbolti Shane Lowry hæfir Rory í öxlina meðan hann er í viðtali með því að SMELLA HÉR: