Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2013 | 20:00

EPD: Þórður Rafn komst ekki í gegnum niðurskurð í Marokkó

Dagana 20.-22. febrúar fór fram Open Mogador mótið á EPD mótaröðinni þýsku. Spilað var á Golf de Mogador í Essaouira, í Marokkó. Lokahringurinn fór fram í dag.

Þórður Rafn Gissurarson, GR, var meðal 112 þáttakenda en komst því miður ekki í gegnum niðurskurð að þessu sinni og lauk keppni í gær.

Niðurskurður var miðaður við samtals 5 yfir pari og það munaði 4 höggum að Þórður Rafn kæmist í gegn.

Til þess að sjá úrslitin í Open Mogador SMELLIÐ HÉR: